„Vorum bara að flippa á æfingu“

Úr myndbandinu sem hefur verið birt á YouTube.
Úr myndbandinu sem hefur verið birt á YouTube.

„Við vorum bara að flippa á æfingu. Við vorum að blanda saman fimleikum, fótbolta og körfubolta,“ segir fimleikamaðurinn Jón Sigurður Gunnarsson sem sýnir glæsilega takta í myndbandi sem hefur vakið mikla athygli, en það hefur verið birt á YouTube.

Í því sést Jón, sem æfir fimleika hjá Ármanni, sveifla sér í hringi á slá og sparka svo í fótbolta sem stúlka kastar til hans. Boltinn svífur svo þvert yfir heilan íþróttasal eða þar til hann hafnar beint ofan í körfu. Þetta gerir Jón ekki einu sinni heldur fjórum sinnum í röð í umræddu myndbandi.

Sumir hafa sett spurningarmerki við það og telja að um plat eða myndbrellur sé að ræða. Jón vísar því alfarið á bug. Hann segir að þetta snúist um tækni en einnig heppni. „Þetta virðist frekar ómögulegt,“ segir hann í samtali við mbl.is.

Jón, sem er tvítugur, segir að myndbandið hafi verið tekið á æfingu í síðustu viku en það var svo sett á vefinn í dag. „Við erum oft að fíflast eitthvað en oftast er það ekki tekið upp,“ segir Jón, sem hefur æft fimleika frá því hann var sex ára gamall.

Spurður út í viðbrögð segir Jón: „Ég setti þetta á Facebook og fékk fullt af like-um. Síðan er fólk að segja að þetta sé „fake“,“ segir Jón en bætir því við að hann láti það ekki fara of mikið í taugarnar á sér. 

Aðspurður segist hann hafa tekið nokkur æfingaskot áður en myndavélin var sett á upptöku. Það hafi ávallt staðið til að skjóta boltanum fjórum sinnum og í þetta sinn hafi það gengið upp.

„Í fyrsta skiptið þegar ég náði þessu þá var ég frekar hissa,“ segir Jón en hann bætir við að svo hafi hann áttað sig á tækninni á bak við skotin, en afraksturinn má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.  Dæmi nú hver fyrir sig.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að nálgast málin með jákvæðu hugarfari. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Kathryn Hughes
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Reyndu að nálgast málin með jákvæðu hugarfari. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Kathryn Hughes
5
Torill Thorup
Loka