Kónguló nefnd í höfuðið á Bono

Bono hefur fengið köngulóartegund nefnda í höfuðið á sér.
Bono hefur fengið köngulóartegund nefnda í höfuðið á sér. Reuters

Ný kóngulóartegund í Joshua Tree-þjóðgarðinum hefur verið nefnd í höfuðið á U2-söngvaranum Bono.

Líffræðingurinn Jason Bond fann á dögunum 33 nýjar köngulóartegundir í þjóðgarðinum í Kaliforníu. Nefndi hann eina þeirra Aptostichus bonoi eftir söngvaranum írska segir á vef Rolling Stone-tónlistartímaritsins.

Þykir nafngiftin vel við hæfi en bæði dregur ein fyrsta plata U2 heiti sitt af þjóðgarðinum  sem kunnugt er, auk þess sem Bono og félagi hans úr U2, The Edge, eiga heiðurinn af tónlistinni við nýlegan söngleik um Kóngulóarmanninn, sem sýndur er á Broadway. 

Bono er ekki fyrsti þekkti einstaklingurinn sem vísindamaðurinn sæmir slíkum heiðri. Áður hafa ýmis skordýr verið nefnd í höfuðið á m.a. söngvaranum Neil Young, leikkonunni Angelinu Jolie og Barack Obama forseta. Ekki fylgir sögunni hvort rokkarinn sé uppnuminn yfir heiðrinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen