Færri ánægðir með Skaupið nú

Frá tökum á Áramótaskaupinu í fyrra
Frá tökum á Áramótaskaupinu í fyrra mbl.is

MMR kannaði hvað almenningi fannst um Áramótaskaupið 2012. Nokkuð minni ánægja ríkti með Skaupið 2012 borið saman við 2011. Af þeim sem tóku afstöðu til Skaupsins 2012 sögðu 32,7% að þeim hefði þótt það gott, borið saman við 64,8% árið 2011. Þar að auki sögðu 47,4% að Skaupið 2012 hefði verið slakt, borið saman við 17,2% í fyrra.

Vinstri grænir ánægðastir með Skaupið

Samkvæmt könnuninni var nokkur munur á viðhorfi fólks til Skaupsins eftir stjórnmálaskoðunum. Þannig sögðust 49,3% þeirra sem jafnframt tóku afstöðu og sögðust styðja ríkisstjórnina að þeim hefði þótt skaupið gott, borið saman við 27,4% þeirra sem sögðust ekki styðja ríkisstjórnina. Þá voru ekki nema 23,0% þeirra sem studdu Sjálfstæðisflokkinn sem sögðu að þeim hefði þótt Áramótaskaupið gott og 59,2% þótti það slakt.

Mest ánægja með Áramótaskaupið ríkti meðal stuðningsfólks Vinstri grænna. Af þeim sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðu 50,6% að þeim hefði þótt skaupið gott og 23,1% sögðu að þeim hefði þótt skaupið slakt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir