Páll Óskar gerir kynfræðslumynd

Poppstjarnan Páll Óskar lauk nýverið við að leikstýra 20 mínútna langri stuttmynd um kynlíf sem nefnist: „Fáðu já!“. Myndinni er ætlað að skýra mörkin á milli kynlífs og ofbeldis, vega upp á móti áhrifum klámvæðingar, brjóta ranghugmyndir á bak aftur og innræta sjálfsvirðingu í nánum samskiptum.   

Leikstjóri er Páll Óskar Hjálmtýsson, sem einnig semur handritið ásamt Brynhildi Björnsdóttur og Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur en framleiðandi er Zetafilm. Myndin er styrkt af Mennta- og menningamálaráðuneyti, Innanríkisráðuneyti og Velferðarráðuneyti í vitundarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum og unglingum.  

Myndin verður sýnd samtímis í öllum grunn og framhaldsskólum á Íslandi miðvikudaginn 30. janúar. Allir geta séð myndina í háskerpu á heimasíðunni www.faduja.is sem opnar sama dag. Þar verður einnig hægt að nálgast myndina textaða á ensku, pólsku, spænsku, dönsku, filippeysku og íslensku fyrir heyrnardaufa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka