Magni komst áfram

Magni Ásgeirsson
Magni Ásgeirsson mbl.is/Árni Sæberg

Seinni undankeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins fyrir Eurovision fór fram í kvöld og komust þrjú lög áfram eftir símakosningu áhorfenda. Dómnefnd keppninnar valdi að auki eitt lag áfram, lagið Ekki líta undan í flutningi Magna Ásgeirssonar en hann keppti í fyrri undankeppninni í gærkvöldi.

Val dómnefndar:

Ekki líta undan
Flytjandi: Magni Ásgeirsson.
Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson.
Texti: Ingibjörg Gunnarsdóttir.

Lögin þrjú sem áhorfendur völdu í kvöld eru:

Til þín
Flytjendur: Jógvan og Stefanía Svavars.
Lag: Sveinn Rúnar Sigurðsson.
Texti: Sveinn Rúnar Sigurðsson og
Ágúst Ibsen.

Ég syng!
Flytjandi: Unnur Eggertsdóttir.
Lag: Elíza Newman, Gísli Kristjánsson
og Ken Rose.
Texti: Elíza, Gísli og Hulda G. Geirsdóttir.

Vinátta
Lag, texti, flutningur: Halli Reynis.

Í gærkvöldi voru það lögin Meðal andanna í flutningi Birgittu Haukdal, Lífið snýst í flutningi Svavars Knúts og Hreindísar Ylvu og Ég á líf með Eyþóri Inga, sem komust áfram.

Það eru því sjö lög sem munu keppa um að verða framlag Íslands í Eurovision söngvakeppninni sem fram fer í Malmö í Svíþjóð í maí. Úrslitakeppnin hér heima verður haldin að viku liðinni í Eldborgarsal Hörpu.

 Monitor fjallaði ítarlega um keppnina í vikunni

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup