Héldu að Sir Paul væri götuspilari

Paul McCartney og kona hans Nancy Shevell eru í New …
Paul McCartney og kona hans Nancy Shevell eru í New Orleans þessa dagana. AFP

Farþegar í sporvagni í New Orleans voru lítið að kippa sér upp við það þegar Sir Paul McCartney brast þar í söng á dögunum. Héldu þeir að fyrrum Bítillinn væri einn fjölda götulistamanna í borginni.

Fyrrum Bítillinn var ásamt konu sinni Nancy í New Orleans í tilefni af karnivalinu sem fram fer þar í borg, auk þess sem hann var sótti einnig úrslitaleikinni í NFL-deildinni, Ofurskálina svokölluðu, á dögunum. Tók hann sér far með sporvagni í borginni þar sem hann brast í söng og flutti óvænt syrpu Bítlalaga fyrir farþega, við litlar undirtektir í fyrstu.

„Þessi maður í vagninum fór allt í einu að syngja Bítlalög,“ hefur dagblaðið Daily Mirror eftir einum farþeganna. Segir sá farþega hafa reynt eftir megni að leiða sönginn hjá sér, enda fjöldi götulistamanna í borginni, þar til þeir allt í einu áttuðu sig.

Segir farþeginn töluvert hafa komið á fólk þegar það áttaði sig um hvern ræddi. Bað Paul þá fólk í vagninum að taka undir í Hard Days Night og ómaði allt fljótlega af söng. Tók Bítillinn sjálfur fjölda mynda af atvikinu, auk þess að syngja fleiri Bítlalög, uns hann fór úr á sinni stoppistöð.

„Kom í ljós að hann [Sir Paul] hafði verið með öryggisverði með sér. Hann langaði bara svo til að prófa að ferðast með sporvagni,“ hefur blaðið eftir aðdáandanum Robert Retz sem býr í borginni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar