Héldu að Sir Paul væri götuspilari

Paul McCartney og kona hans Nancy Shevell eru í New …
Paul McCartney og kona hans Nancy Shevell eru í New Orleans þessa dagana. AFP

Farþegar í spor­vagni í New Or­le­ans voru lítið að kippa sér upp við það þegar Sir Paul McCart­ney brast þar í söng á dög­un­um. Héldu þeir að fyrr­um Bít­ill­inn væri einn fjölda götulista­manna í borg­inni.

Fyrr­um Bít­ill­inn var ásamt konu sinni Nancy í New Or­le­ans í til­efni af karni­val­inu sem fram fer þar í borg, auk þess sem hann var sótti einnig úr­slita­leik­inni í NFL-deild­inni, Of­ur­skál­ina svo­kölluðu, á dög­un­um. Tók hann sér far með spor­vagni í borg­inni þar sem hann brast í söng og flutti óvænt syrpu Bítla­laga fyr­ir farþega, við litl­ar und­ir­tekt­ir í fyrstu.

„Þessi maður í vagn­in­um fór allt í einu að syngja Bítla­lög,“ hef­ur dag­blaðið Daily Mirr­or eft­ir ein­um farþeg­anna. Seg­ir sá farþega hafa reynt eft­ir megni að leiða söng­inn hjá sér, enda fjöldi götulista­manna í borg­inni, þar til þeir allt í einu áttuðu sig.

Seg­ir farþeg­inn tölu­vert hafa komið á fólk þegar það áttaði sig um hvern ræddi. Bað Paul þá fólk í vagn­in­um að taka und­ir í Hard Days Nig­ht og ómaði allt fljót­lega af söng. Tók Bít­ill­inn sjálf­ur fjölda mynda af at­vik­inu, auk þess að syngja fleiri Bítla­lög, uns hann fór úr á sinni stoppistöð.

„Kom í ljós að hann [Sir Paul] hafði verið með ör­ygg­is­verði með sér. Hann langaði bara svo til að prófa að ferðast með spor­vagni,“ hef­ur blaðið eft­ir aðdá­and­an­um Robert Retz sem býr í borg­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þetta er alls ekki góður dagur til þess að eiga í viðræðum við yfirmanninn í dag. Skoraðu á sjálfan þig og bjóddu þeim sem þú hefur augastað á út.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
2
Jill Man­sell
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þetta er alls ekki góður dagur til þess að eiga í viðræðum við yfirmanninn í dag. Skoraðu á sjálfan þig og bjóddu þeim sem þú hefur augastað á út.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
2
Jill Man­sell
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver