Héldu að Sir Paul væri götuspilari

Paul McCartney og kona hans Nancy Shevell eru í New …
Paul McCartney og kona hans Nancy Shevell eru í New Orleans þessa dagana. AFP

Farþegar í spor­vagni í New Or­le­ans voru lítið að kippa sér upp við það þegar Sir Paul McCart­ney brast þar í söng á dög­un­um. Héldu þeir að fyrr­um Bít­ill­inn væri einn fjölda götulista­manna í borg­inni.

Fyrr­um Bít­ill­inn var ásamt konu sinni Nancy í New Or­le­ans í til­efni af karni­val­inu sem fram fer þar í borg, auk þess sem hann var sótti einnig úr­slita­leik­inni í NFL-deild­inni, Of­ur­skál­ina svo­kölluðu, á dög­un­um. Tók hann sér far með spor­vagni í borg­inni þar sem hann brast í söng og flutti óvænt syrpu Bítla­laga fyr­ir farþega, við litl­ar und­ir­tekt­ir í fyrstu.

„Þessi maður í vagn­in­um fór allt í einu að syngja Bítla­lög,“ hef­ur dag­blaðið Daily Mirr­or eft­ir ein­um farþeg­anna. Seg­ir sá farþega hafa reynt eft­ir megni að leiða söng­inn hjá sér, enda fjöldi götulista­manna í borg­inni, þar til þeir allt í einu áttuðu sig.

Seg­ir farþeg­inn tölu­vert hafa komið á fólk þegar það áttaði sig um hvern ræddi. Bað Paul þá fólk í vagn­in­um að taka und­ir í Hard Days Nig­ht og ómaði allt fljót­lega af söng. Tók Bít­ill­inn sjálf­ur fjölda mynda af at­vik­inu, auk þess að syngja fleiri Bítla­lög, uns hann fór úr á sinni stoppistöð.

„Kom í ljós að hann [Sir Paul] hafði verið með ör­ygg­is­verði með sér. Hann langaði bara svo til að prófa að ferðast með spor­vagni,“ hef­ur blaðið eft­ir aðdá­and­an­um Robert Retz sem býr í borg­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að taka smá tíma frá til að gera við hluti heima fyrir. Auðvitað er það ekki sérstaklega gaman, en einhver verður að taka það að sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
2
Jill Man­sell
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þess að taka smá tíma frá til að gera við hluti heima fyrir. Auðvitað er það ekki sérstaklega gaman, en einhver verður að taka það að sér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
2
Jill Man­sell
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Col­leen Hoo­ver