Klámiðnaðurinn andar léttar

Ron Jeremy er að hjarna við.
Ron Jeremy er að hjarna við. Mynd / Wikipedia

Klámiðnaðurinn getur andað léttar en svo virðist sem Ron Jeremy, einn kunnasti leikari þessa umdeilda iðnaðar, ætli að jafna sig eftir að hafa lent í lífshættu á dögunum.

Jeremy var á milli heims og helju þar sem hann skráði sig sjálfur inn á spítalavegna þyngsla fyrir hjarta undir lok janúar. Var hann drifinn á skurðarborðið en hann reyndist með slagæðargúlp. Börðust læknar við að bjarga honum í um átta klukkustundir.

„Þakka ykkur ÖLLUM fyrir hugulsemina & góðar óskir, mér líður vel þökk sé nútímatækni,“ skrifaði Jeremy á Twitter síðu sína á dögunum af sjúkrahúsi í Los Angeles. Lét hann fylgja með mynd af sér og einni hjúkrunarkonunni á spítalanum eins og sjá má á vef Daily Mail hér.

Fann Jeremy til fyrrnefndra þyngsla eftir að hafa borðað kleinuhring samkvæmt New York Daily News. Hafði blaðið eftir vini hans, Dave Bertolino, að hann hefði um skeið reynt að beina Jeremy á betri brautir hvað varðar mataræði og lífsstíl. „En þið vitið hvað þeir segja um Ronnie, hann neitar aldrei mat eða vinnu,“ bætti vinurinn við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka