Vona að gjörningur slái heimsmet

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson málaði fyrstu strokuna í Listasafninu.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson málaði fyrstu strokuna í Listasafninu. mbl.is/Styrmir Kári.

Listamaðurinn Ingvar Björn Þorsteinsson ætlar að framkvæma listagjörning sem hann kallar Largest Artwork in the World og ætlar hann að búa til vettvang þar sem hann tengir saman fólk alls staðar að úr heiminum í gegnum samfélagsmiðilinn Facebook með það markmið að búa til stærsta listaverk í heimi. Listagjörningurinn hófst í dag í Listasafni Reykjavíkur er forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson „málaði“ fyrstu strokuna.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu um verkefnið.

Gjörningurinn verður á vefnum í 66 daga. Er það vísun í þau 66 ár sem Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, hefur starfað því að gjörningnum loknum verður áritað eintak af listaverkinu boðið upp og rennur kaupverðið óskipt til samtakanna.

 „Ég tel að list eigi sér engin landamæri og geri engan greinamun á fólki né trúarbrögðum. Þess vegna mun stærsta listaverkið tengja fólk saman, gefa öðrum tækifæri til að leggja sitt að mörkum, bjóða fólki að verða listamenn og heimsmethafar. Allir geta verið einungis tveimur smellum frá því að verða þátttakendur í stærsta listaverki í heimi og eiga möguleika á að skrifa nýjan kafla í listasöguna. Markmið mitt er bæta heiminn og þess vegna finnt mér við hæfi að láta stærstu barnahjálparsamtök heims, UNICEF, njóta góðs af ef vel tekst til,“ er haft eftir listamanninum Ingvari Birni í fréttatilkynningunni.

 Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir það gleðilegt að aðstandendur hins metnaðarfulla listgjörnings vilji láta gott af sér leiða og hafi í því samhengi verið hugsað til UNICEF. 

 Aðstandendur verksins hafa verið í sambandi við heimsmetabók Guinness og vonast til að slá heimsmet með fjölda þátttakenda en til þess að það verði að veruleika þurfa rúmlega 200 þúsund manns að taka þátt. Vonandi mun þjóðin aðstoða við það og eiga hlut í því að búa til stærsta listaverki í heimi.

www.largestartwork.org

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan