Fylgist með viðbrögðum áhorfenda

Affleck með BAFTA-verðlaun sín fyrir bestu kvikmyndina og bestu leikstjórn …
Affleck með BAFTA-verðlaun sín fyrir bestu kvikmyndina og bestu leikstjórn í London á dögunum. AFP

Ben Affleck viðurkennir að hann njóti þess mjög að upplifa viðbrögð áhorfenda við mynd hans, Argo, sem nýtur mikillar velgengni þessa dagana.

„Eitt af því sem ég get sagt er að það hefur verið virkilega gefandi að fylgjast með áhorfendum sjá myndina,“ sagði leikstjórinn í viðtali við Absolute Radio eftir að hann vann til tvennra stærstu verðlaunanna á BAFTA-verðlaunaafhendingunni í Lundúnum á dögunum.

Bætti hann við að þetta væri líklegast í fyrsta skipti - eða allt frá því hann gerði kvikmyndina Good Will Hunting með vini sínum Matt Damon - sem honum finnast viðbrögð áhorfenda nákvæmlega eins og hann hafði vonast eftir. „Ég meina, maður vill að fólk sjái myndirnar manns og það er því verulega gefandi að læðast aftast inn í sýningarsali og sjá það hafa gaman af,“ bætti hann við.

Aldrei áður á BAFTA

Affleck var annars í skýjunum með sigurinn á BAFTA-verðlaunahátíðinni sem fram fór í Lundúnum á sunnudag. Vann hann þar til tvennra verðlauna sem fyrr segir, sem besti leikstjórinn auk þess sem mynd hans, Argo, var valin besta myndin.

Sagðist leikstjórinn aldrei áður hafa sótt verðlaunahátíðina áður, því hefði hann verið afar ánægður með kvöldið í ár yfir höfuð. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup