Sinfónían vestur um haf

Sinfóníuhljómsveit Íslands í Kennedy Center
Sinfóníuhljómsveit Íslands í Kennedy Center mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands er boðið á nor­rænu menn­ing­ar­hátíðina Nordic Cool sem Kenn­e­dy Center í Washingt­on DC stend­ur fyr­ir dag­ana 19. fe­brú­ar til 17. mars 2013.

Tón­leik­ar hljóm­sveit­ar­inn­ar eru á dag­skrá hátíðar­inn­ar 4. mars und­ir stjórn Ilans Volkovs, aðal­hljóm­sveit­ar­stjóra SÍ. Efn­is­skrá­in er glæsi­leg í alla staði og mun banda­ríski pí­anó­leik­ar­inn Garrick Ohls­son leika ein­leik með hljóm­sveit­inni.

Af fjór­um tón­verk­um efn­is­skrár­inn­ar eru tvö ís­lensk tón­verk, nýtt verk eft­ir Hlyn Aðils Vilm­ars­son og AER­IALITY eft­ir Önnu Þor­valds­dótt­ur sem frum­flutt var á tón­leik­um Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar Íslands árið 2011. Anna Þor­valds­dótt­ir hlaut Tón­list­ar­verðlaun Norður­landaráðs nú í vor fyr­ir verkið Dreymi sem einnig var frum­flutt af Sin­fón­íu­hljóm­sveit­inni. Efn­is­skrána full­komna svo tvö skandína­vísk tón­verk, pí­anókonsert í a-moll eft­ir Ed­vard Grieg og Lemm­inkä­in­en-svít­an op. 22 eft­ir Jean Si­belius.

Banda­ríski pí­anó­leik­ar­inn Garrick Ohls­son vann til fyrstu verðlauna í Chop­in-pí­anókeppn­inni árið 1970. Síðan þá hef­ur hann öðlast alþjóðleg­an sess sem ein­leik­ari og verið tal­inn einn fremsti túlk­andi tón­list­ar Chop­ins. Þessi fyrr­ver­andi nem­andi Claudi­os Arraus hef­ur yfir átta­tíu ein­leikskonserta á valdi sínu, allt frá Haydn og Moz­art til verka 21. ald­ar­inn­ar. Hljóm­sveit­in mun flytja dag­skrána fyr­ir tón­leika­för­ina á tón­leik­um í Hörpu þriðju­dag­inn 26. fe­brú­ar, sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu.

Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands og Maxí­mús Mús­ík­us verður einnig með sér­staka skóla­tón­leika í Kenn­e­dy Center þar sem Maxi mun leika á als oddi. Maxí­mús Mús­íkús er án efa fræg­asta tón­list­ar­mús Íslands og þótt víðar væri leitað en bæk­urn­ar um hann hafa notið gíf­ur­legra vin­sælda meðal ís­lenskra barna og eru að fara sig­ur­för um heim­inn en þær eru fá­an­leg­ar í Þýskalandi, Fær­eyj­um, Kór­eu og á ensku um all­an heim. Höf­und­ur og teikn­ari bók­anna, þau Hall­fríður Ólafs­dótt­ir og Þór­ar­inn Már Bald­urs­son, eru bæði meðlim­ir Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þótt miklar annir séu hjá þér máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Vertu viss um að þeir sem málið varðar viti ótvírætt hvað þú ert að pæla.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þótt miklar annir séu hjá þér máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Vertu viss um að þeir sem málið varðar viti ótvírætt hvað þú ert að pæla.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir