Sinfónían vestur um haf

Sinfóníuhljómsveit Íslands í Kennedy Center
Sinfóníuhljómsveit Íslands í Kennedy Center mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Sinfóníuhljómsveit Íslands er boðið á norrænu menningarhátíðina Nordic Cool sem Kennedy Center í Washington DC stendur fyrir dagana 19. febrúar til 17. mars 2013.

Tónleikar hljómsveitarinnar eru á dagskrá hátíðarinnar 4. mars undir stjórn Ilans Volkovs, aðalhljómsveitarstjóra SÍ. Efnisskráin er glæsileg í alla staði og mun bandaríski píanóleikarinn Garrick Ohlsson leika einleik með hljómsveitinni.

Af fjórum tónverkum efnisskrárinnar eru tvö íslensk tónverk, nýtt verk eftir Hlyn Aðils Vilmarsson og AERIALITY eftir Önnu Þorvaldsdóttur sem frumflutt var á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands árið 2011. Anna Þorvaldsdóttir hlaut Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs nú í vor fyrir verkið Dreymi sem einnig var frumflutt af Sinfóníuhljómsveitinni. Efnisskrána fullkomna svo tvö skandínavísk tónverk, píanókonsert í a-moll eftir Edvard Grieg og Lemminkäinen-svítan op. 22 eftir Jean Sibelius.

Bandaríski píanóleikarinn Garrick Ohlsson vann til fyrstu verðlauna í Chopin-píanókeppninni árið 1970. Síðan þá hefur hann öðlast alþjóðlegan sess sem einleikari og verið talinn einn fremsti túlkandi tónlistar Chopins. Þessi fyrrverandi nemandi Claudios Arraus hefur yfir áttatíu einleikskonserta á valdi sínu, allt frá Haydn og Mozart til verka 21. aldarinnar. Hljómsveitin mun flytja dagskrána fyrir tónleikaförina á tónleikum í Hörpu þriðjudaginn 26. febrúar, samkvæmt fréttatilkynningu.

Sinfóníuhljómsveit Íslands og Maxímús Músíkus verður einnig með sérstaka skólatónleika í Kennedy Center þar sem Maxi mun leika á als oddi. Maxímús Músíkús er án efa frægasta tónlistarmús Íslands og þótt víðar væri leitað en bækurnar um hann hafa notið gífurlegra vinsælda meðal íslenskra barna og eru að fara sigurför um heiminn en þær eru fáanlegar í Þýskalandi, Færeyjum, Kóreu og á ensku um allan heim. Höfundur og teiknari bókanna, þau Hallfríður Ólafsdóttir og Þórarinn Már Baldursson, eru bæði meðlimir Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup