Ásgeir Trausti maður kvöldsins

Ásgeir Trausti kom sá og sigraði en var hógværðin uppmáluð …
Ásgeir Trausti kom sá og sigraði en var hógværðin uppmáluð á Íslensku tónlistarverðlaununum í Hörpu í kvöld. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ásgeir Trausti var maður kvöldsins þegar Íslensku tónlistarverðlaunin voru veitt í kvöld. Alls fer hann heim með 4 verðlaun því plata hans, Dýrð í dauðaþögn, var valin plata ársins og sjálfur var hann valinn bjartasta vonin og vinsælasti flytjandinn auk þess sem hann fékk netverðlaun Tónlis.is.

Hljómsveitirnar Moses Hightower og Retro Stefson voru líka sigursælar á Íslensku tónlistarverðlaununum í kvöld. Andri Ólafsson og Steingrímur Teague í Moses Hightower voru verðlaunaðir sem textahöfundar ársins og hljómsveitin öll fékk verðlaun sem lagahöfundur ársins.

Retro Stefson var aftur á móti valin flytjandi ársins í flokknum popp, rokk, djass og blús og lag þeirra, Glow, var valið lag ársins 2012. Tónlistarmyndband ársins er einnig við lagið Glow, en það gerði Magnús Leifsson fyrir Retro Stefson.

Andrea og Valdimar söngfólk ársins

Andrea Gylfadóttir og Valdimar Guðmundsson voru valin söngkona og söngvari ársins í flokknum popp og rokk. Guðmundur Kristinn Jónsson var valinn upptökustjóri ársins, fyrir m.a. plötu Ásgeirs Trausta, Dýrð í dauðaþögn.

Ragnar Fjalar Lárusson fékk verðlaun fyrir plötuumslag ársins, sem hann vann fyrir hljómsveitin Ojba Rasta. Sérstaka viðurkenningu Loftbrúar fyrir góðan árangur á erlendri grundu kom svo í hlut Sólstafa.

Djass- og blús

Í flokki djass- og blústónlistar var Agnar Már Magnússon valinn Tónhöfundur ársins fyrir verk á plötunni Hylur.

Tónverk ársins var valið Bjartur eftir Tómas R. Einarsson og Hljómplata ársins reyndist vera The Box Tree með þeim Skúla Sverrissyni og Óskari Guðjónssyni.

Sígild- og samtímatónlist

Í sígildri- og samtímatónlist var Daníel Bjarnason valinn Tónhöfundur ársins fyrir verkin The Isle is Full of Noises og Over Light Earth. Tónverk ársins er Orkestur eftir Huga Guðmundsson og Hljómplata ársins var Vetrarferðin þeirra Víkings Heiðars Ólafsson og Kristins Sigmundssonar.

Söngvari ársins var Gissur Páll Gissurarson og Sönkona ársins var valin Hulda Björk Garðarsdóttir. Verðlaun fyrir Tónlistarflytjanda ársins í flokki sígildrar- og samtímatónlist féllu síðan Víkingi Heiðari Ólafssyni í skaut. Bjartasta voniní flokki Djass og sígildrar- og samtímatónlistar var valinn trompetleikarinn Jóhann Már Nardeau.

Midsummer Music er tónlistarviðburður ársins

Tónlistarviðburður Íslensku tónlistarverðlaunanna 2012 er Reykjavík Midsummer Music og sérstaka viðurkenningu allra dómnefnda hlaut platan Lævirkinn með Kjuregej Alexandra Argunova en dómnefndum er heimilt að veita allt að þremur hljómplötum sem standa fyrir utan hefðbundna flokkun (popp, rokk / jazz, blús / sígild, samtíma) sérstaka viðurkenningu þegar við á.

Eins hlaut Reykjavík Midsummer Music verðlaunin Rogastans ársins en um er að ræða nýsköpunarverðlaun sem dómnefnd er heimilt að veita þeim aðila/aðilum sem með verkum sínum og gjörðum hafa rutt brautina og ýtt við íslenska tónlistarheiminum, til dæmis með framúrstefnulegri tónlist, nýstárlegum hljóðheimi eða óvenjulegri tónleikaupplifun.

Diddú og Vilhelm Anton Jónsson voru kynnar kvöldsins á Íslensku …
Diddú og Vilhelm Anton Jónsson voru kynnar kvöldsins á Íslensku tónlistarverðlaununum. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan