Jón Gnarr sendi áritaða mynd

Jón Gnarr sendi ónefndum netverja úti í heimi áritaða mynd …
Jón Gnarr sendi ónefndum netverja úti í heimi áritaða mynd af sér. Ljósmynd/Reddit

Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavíkur, varð við bón ónefnds netverja í Bandaríkjunum sem bað um að fá senda af honum ljósmynd og eiginhandaráritun. Netverjinn sýnir afraksturinn hæstánægður á síðunni reddit með orðunum: „Reykjavík á frábæran borgarstjóra!“

Í desember síðastliðnum var Jón Gnarr í beinni línu á vefsíðunni reddit og svaraði þar spurningum netverja um allt milli himins og jarðar. Einn þeirra var reddit-notandinn „psychopathenator“ í Bandaríkjunum sem nýtti tækifærið og bað um sendingu frá Jóni.

„Ég bað Jón Gnarr um áritaða mynd þegar hann sat fyrir svörum, og hann varð við því! Reykjavík á frábæran borgarstjóra!“ segir netverjinn sem birtir tvær myndir á reddit í vikunni máli sínu til stuðnings.

Önnur þeirra sýnir opinbert bréfsefni Reykjavíkurborgar með póststimpli frá Íslandi til Bandaríkjanna, hin sýnir ljósmynd af borgarstjóranum í ullarpeysunni rómuðu með merki Reykjavíkurborgar. Auk þess að árita myndina hefur Jón krotað talblöðru út úr munninum á sér og skrifað þar „Hi!“

Jón hefur vakið mikla athygli út fyrir landsteinana í borgarstjóratíð sinni og á fjölmarga erlenda aðdáendur á opinberri facebook síðu sinni þar sem hann er virkur notandi á ensku.

Jón Gnarr sendi ónefndum netverja úti í heimi áritaða mynd …
Jón Gnarr sendi ónefndum netverja úti í heimi áritaða mynd af sér. Ljósmynd/Reddit
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar