Færði konunni kókaín á sængina

Jo Wood dregur ekki upp fagra mynd af Ronnie í …
Jo Wood dregur ekki upp fagra mynd af Ronnie í nýrri endurminningabók sinni. AFP

Það er ekki alfarið fögur mynd sem Jo, fyrrverandi eiginkona Rollingsins Ronnie Wood, dregur upp af sínum fyrrverandi í nýlegri endurminningabók.

Í bókinni, sem ber heitið Hey Jo,  segir Jo m.a. frá því þegar Ronnie kom að kíkja á hana og nýfæddan son þeirra, Tyrone, þar sem mæðginin dvöldust á fæðingardeildinni árið 1983. Sagðist Rollingurinn færa konu sinni smáræði sem myndi hjálpa henni að komast aftur á fætur. Í stað blóma eða t.d. skartgrips reyndist gjöfin vera kókaín.

Jo, sem var gift Wood um 26 ára skeið og á með honum tvö börn, segir oft hafa gengið á ýmsu í hjónabandi þeirra. Þau hafi iðulega rifist eins og hundur og köttur þegar ekkert áfengi eða eiturlyfi voru til á heimilinu og Rollingurinn þá hótað henni öllu illu.

„Eitt sinn ærðist hann [Wood] alveg. Eitrið hreinlega flæddi út um munn hans [...]. Það var eins og hann væri andsetinn (sem hann var að vissu leyti),“ segir Jo í bókinni.

Parið skildi að skiptum árið 2009, í kjölfar þess að Ronnie tók saman við þjónustustúlkuna Ekaterinu Ivanova. Það samband varð hins vegar skammlíft. Rollingurinn 65 ára, sem segist hafa róast með árunum, gekk hins vegar að eiga hina 34 ára gömlu Sally Humphreys undir lok árs 2012.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert með tiltekna hugmynd á heilanum sem varðar stjórnmál eða trúmál í dag. Hvort þú ert einn, með vinum eða fyrir framan áhorfendur, ertu aldrei leiðilegur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar