Færði konunni kókaín á sængina

Jo Wood dregur ekki upp fagra mynd af Ronnie í …
Jo Wood dregur ekki upp fagra mynd af Ronnie í nýrri endurminningabók sinni. AFP

Það er ekki al­farið fög­ur mynd sem Jo, fyrr­ver­andi eig­in­kona Roll­ings­ins Ronnie Wood, dreg­ur upp af sín­um fyrr­ver­andi í ný­legri end­ur­minn­inga­bók.

Í bók­inni, sem ber heitið Hey Jo,  seg­ir Jo m.a. frá því þegar Ronnie kom að kíkja á hana og ný­fædd­an son þeirra, Tyrone, þar sem mæðgin­in dvöld­ust á fæðing­ar­deild­inni árið 1983. Sagðist Roll­ing­ur­inn færa konu sinni smá­ræði sem myndi hjálpa henni að kom­ast aft­ur á fæt­ur. Í stað blóma eða t.d. skart­grips reynd­ist gjöf­in vera kókaín.

Jo, sem var gift Wood um 26 ára skeið og á með hon­um tvö börn, seg­ir oft hafa gengið á ýmsu í hjóna­bandi þeirra. Þau hafi iðulega rif­ist eins og hund­ur og kött­ur þegar ekk­ert áfengi eða eit­ur­lyfi voru til á heim­il­inu og Roll­ing­ur­inn þá hótað henni öllu illu.

„Eitt sinn ærðist hann [Wood] al­veg. Eitrið hrein­lega flæddi út um munn hans [...]. Það var eins og hann væri and­set­inn (sem hann var að vissu leyti),“ seg­ir Jo í bók­inni.

Parið skildi að skipt­um árið 2009, í kjöl­far þess að Ronnie tók sam­an við þjón­ustu­stúlk­una Eka­ter­inu Ivanova. Það sam­band varð hins veg­ar skamm­líft. Roll­ing­ur­inn 65 ára, sem seg­ist hafa ró­ast með ár­un­um, gekk hins veg­ar að eiga hina 34 ára gömlu Sally Hump­hreys und­ir lok árs 2012.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Einhver gæti sagt eitthvað í dag sem kemur við viðkvæman blett hjá þér. Samræður við yfirmann þinn eða annan áhrifamann geta haft hvetjandi áhrif á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Einhver gæti sagt eitthvað í dag sem kemur við viðkvæman blett hjá þér. Samræður við yfirmann þinn eða annan áhrifamann geta haft hvetjandi áhrif á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir