Sagði Leno frá íslenska rokinu

Russell Crowe sagði Jay Leno frá alíslenska rokinu sem hann …
Russell Crowe sagði Jay Leno frá alíslenska rokinu sem hann upplifði síðasta sumar. AFP

Russell Crowe var gestur hjá spjallþáttastjórnandanum Jay Leno á mánudagskvöld. Ræddi hann þar m.a. dvöl sína á Íslandi síðastliðið sumar.

„Ísland er harðbýll staður. Þegar þeir [Íslendingar] eiga góð sumur þýðir það að sólardagarnir eru orðnir fleiri en tíu talsins,“ sagði Noah-leikarinn við spjallþáttastjórnandann.

Crowe lýsti veðurfarinu hér á landi sem nokkuð öfgakenndu þar sem það gæti t.d. breyst á örskammri stundu. Lenti hann t.d. eitt sinn í því að æfingabúnaður hans fauk langa vegu eina vindasama nóttina. „Ég var með lítið tjald til hliðar við hjólhýsið mitt, þar sem ég geymdi æfingatækin mín. Eina nóttina svaf ég lítið sem ekkert þar sem vagninn ruggaði með rokinu.[...] Þegar ég opnaði útidyrnar [að morgni] voru tækin ekki lengur á sínum stað,“ sagði leikarinn og farir sínar ekki sléttar. Bætti hann við, léttur í bragði, að tækin hefðu  fundist í þriggja kílómetra fjarlægð. 

Þrátt fyrir að hafa þurft að takast á við hið nánast óútreiknanlega veðurfar gat leikarinn ekki annað en minnst á fegurð landsins. „Þetta [landið] var krefjandi, en svo svo fallegt.“

Auk þess að ræða Íslandsdvölina ræddi leikarinn einnig um Les Miserables enda óskarsverðlaunahátíðin nýafstaðin, auk þess að fara m.a. yfir hlutverk sitt sem faðir Súpermanns í komandi kvikmynd um bláklæddu hetjuna, Man of Steel.

Heimasíðu The Tonight Show með Jay Leno er að finna hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan