Jude Law harður húsbóndi

Jude Law bannaði syninum að fá sér húðflúr á dögunum.
Jude Law bannaði syninum að fá sér húðflúr á dögunum. AFP

Það er greinilega ekki tekið út með sældinni eintómri að eiga Jude Law fyrir föður, þrátt fyrir að hann sé fræg kvikmyndastjarna.

„Hann fékk þá grillu að hann vildi fá sér húðflúr. Ég sagði honum að það myndi hann ekki gera,“ sagði leikarinn í viðtalsþætti Grahams Nortons á dögunum. Vísaði hann þar til elsta sonar síns, Raffertys, sem hann á með fyrrverandi eiginkonu sinni, Sadie Frost.

Rafferty þessi verður senn 17 ára og hafði hugsað sér að fagna áfanganum með húðflúri. Sjálfur viðurkenndi leikarinn að hann væri með nokkur húðflúr sem hann sagðist ekki beint sjá eftir „en hann vildi soninn samt ekki húðflúraðan“.

Virðist Law þó ekki alls varnað enda stutt í að sonurinn komist í fullorðinna manna tölu, sem miðast við 18 ára í Bretlandi. „Ég sagði honum að bíða þar til hann yrði 18 ára, þá gæti hann hugsað málið aftur og gert öll þau mistök sem hann vildi,“ bætti leikarinn við og sló á létta strengi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir