Titanic II - ferð aftur í tímann

Ástralski auðjöfurinn Clive Palmer svipti í dag hulunni af því hvernig gerð nákvæmrar eftirlíkingar farþegaskipsins Titanic verður háttað. „Það verður ekki hægt að fara á netið, senda tölvupósta eða tísta á Twitter um borð í Titanic II. Þetta verður ferð aftur í tímann, þar sem karlmenn komu öðruvísi fram við konur en nú, þar sem aðrar venjur viðgengust,“ segir Palmer og segist þess fullviss að mannasiðir fólks batni til muna, fái það frí frá nútímatækni.

Í skipinu verður pláss fyrir 2.435 farþega og 900 skipverja. Standist áætlanir, mun Titanic II leggja af stað frá Kína árið 2016, til Southampton í Englandi og þaðan hina upprunalegu siglingaleið fyrirrennara síns til New York.

Skemmtilegast á þriðja farrými

Farþegar verða ýmist á fyrsta, öðru eða þriðja farrými, rétt eins og var um borð í Titanic og farþegar á fyrsta farrými skipsins munu hafa aðgang að gufubaði og sundlaug sem er nákvæm eftirlíking þess sem var um borð í Titanic. Sjálfur segist Palmer ætla að vera á þriðja farrými. „Þar verður skemmtilegast að vera,“ segir hann.

Palmer hefur auðgast gríðarlega á námavinnslu, hann segist vilja eyða peningunum sínum áður en hann falli frá og að hann sé síður en svo hjátrúarfullur, þó að Titanic hafi sokkið í jómfrúrsiglingu sinni árið 1912.

Frétt mbl.is: Ætlar að smíða tvífara Titanic

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gerir miklar kröfur til sjálfs þín og annarra og setur sjálfum þér oft ströng skilyrði. Þú þrífst af skoðanaskiptum við starfsfélaga þína og leggur um leið þitt til þeirra mála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren