Bonnie Tyler í Evróvisjón

Bonnie Tyler á plötuumslagi á níunda áratugnum.
Bonnie Tyler á plötuumslagi á níunda áratugnum. Ljósmynd/Wikipedia

Á dögunum var greint frá því að Bonnie Tyler muni keppa fyrir hönd Breta í Evróvisjón í Malmö í maí.

Margir muna eflaust eftir ófáum slögurum sönkonunnar frá því á níunda áratugnum. Ber þar hæst power-ballöðuna „Total Eclipse of the Heart“, frá árinu 1983. Á meðal annarra þekktra laga Tyler má nefna „I need a hero“ og „It's a heartache“ sem löngu eru orðin sígild.

Hin 61 söngkona mun flytja lagið Believe in Me í keppninni sem fer fram þann 18. maí næstkomandi. Höfundur lagsins er bandaríkjamaðurinn Desmond Child en sá hefur lengi unnið með Tyler auk þess sem hann hefur einnig samið lög fyrir m.a. Kiss og Bon Jovi.

„Ég lofa að gefa allt í þetta fyrir Bretland,“ sagði í tilkynningu frá söngkonunni á vef breska ríkisútvarpsins. Sagðist hún þar jafnframt afar stolt yfir að hafa verið beðin fyrir verkið

Bretar hafa ekki riðið feitum hesti frá söngvakeppninni undanfarin ár. Skipti þar engu þótt brugðið væri það ráð að senda gamla látúnsbarkann Engelbert Humperdinck í keppnina í fyrra en hann endaði næstneðstur á aðalkvöldinu með aðeins 12 stig. Vonast þeir eflaust til að Tyler takist að sanka að sér stigunum í ár.

Sjá má myndbandið við frægasta lag Tyler hér fyrir neðan:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar