Það er pláss fyrir íslenska bjútíbollu

Hera Björk Þórhallsdóttir
Hera Björk Þórhallsdóttir Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Hera Björk Þórhallsdóttir vann frækinn sigur í sönglagakeppninni Viña del Mar í Síle á dögunum. Hún er þegar farin að fá tilboð og fyrirspurnir um að koma fram í Suður-Ameríku en engin ákvörðun hefur verið tekin um framhaldið. Söngkonan viðurkennir þó að markaðurinn sé ákaflega spennandi.

Ég átta mig ekki á því ennþá hvaða þýðingu þetta kemur til með að hafa fyrir mig. Suður-Ameríka er risastór markaður og það yrði rosalega gaman að láta á hann reyna. Núna er hins vegar nauðsynlegt að anda rólega og fara vel og vandlega yfir tilboðin sem berast. Sjáum hvert það leiðir okkur.“

Þetta segir Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona en hún fór sem kunnugt er með sigur af hólmi í sönglagakeppninni Viña del Mar í Síle á dögunum.

Hera Björk hafði aldrei heyrt á keppnina minnst þegar hún fékk fyrirspurn um það í nóvember síðastliðnum hvort hún hefði áhuga á að senda inn lög. Henni þótti tækifærið spennandi og ákvað að senda inn fjögur lög, samin með mismunandi meðhöfundum. Um miðjan desember kom svo í ljós að lagið „Because You Can“ væri komið í tólf laga úrslit keppninnar. Það samdi Hera Björk í samvinnu við Örlyg Smára, Camillu Gottschalck, Jonas Gladnikoff og Christinu Schilling, en þau tvö síðastnefndu voru meðhöfundar Heru Bjarkar að laginu „Someday“ sem varð í öðru sæti í dönsku Evróvisjón-söngvakeppninni árið 2009.

„Jólin voru að koma eftir korter og fyrir vikið lítill tími til að bregðast við þessum tíðindum,“ rifjar Hera Björk upp. Þau Valgeir Magnússon, umboðsmaður hennar, fóru þó í stellingar og útbjuggu kynningarpakka til að senda til Síle. „Ég fékk líka allskonar styrki í formi vöruúttekta, margt smátt gerir eitt stórt. Svo voru það bara gamall kjóll, gamlir skór og meira að segja gamlar nærbuxur,“ segir söngkonan og skellir upp úr.

Viðtalið má lesa í heild sinni í Sunnudagsmogganum

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að stinga við fótum og standa fast á þínu máli þótt að þér sé sótt úr öllum áttum. Þú ert ekki viss af hverju viss röð af atburðum átti sér stað og hvernig þú átt að bregðast við.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að stinga við fótum og standa fast á þínu máli þótt að þér sé sótt úr öllum áttum. Þú ert ekki viss af hverju viss röð af atburðum átti sér stað og hvernig þú átt að bregðast við.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach