Það er pláss fyrir íslenska bjútíbollu

Hera Björk Þórhallsdóttir
Hera Björk Þórhallsdóttir Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Hera Björk Þór­halls­dótt­ir vann fræk­inn sig­ur í söng­laga­keppn­inni Viña del Mar í Síle á dög­un­um. Hún er þegar far­in að fá til­boð og fyr­ir­spurn­ir um að koma fram í Suður-Am­er­íku en eng­in ákvörðun hef­ur verið tek­in um fram­haldið. Söng­kon­an viður­kenn­ir þó að markaður­inn sé ákaf­lega spenn­andi.

Ég átta mig ekki á því ennþá hvaða þýðingu þetta kem­ur til með að hafa fyr­ir mig. Suður-Am­er­íka er risa­stór markaður og það yrði rosa­lega gam­an að láta á hann reyna. Núna er hins veg­ar nauðsyn­legt að anda ró­lega og fara vel og vand­lega yfir til­boðin sem ber­ast. Sjá­um hvert það leiðir okk­ur.“

Þetta seg­ir Hera Björk Þór­halls­dótt­ir söng­kona en hún fór sem kunn­ugt er með sig­ur af hólmi í söng­laga­keppn­inni Viña del Mar í Síle á dög­un­um.

Hera Björk hafði aldrei heyrt á keppn­ina minnst þegar hún fékk fyr­ir­spurn um það í nóv­em­ber síðastliðnum hvort hún hefði áhuga á að senda inn lög. Henni þótti tæki­færið spenn­andi og ákvað að senda inn fjög­ur lög, sam­in með mis­mun­andi meðhöf­und­um. Um miðjan des­em­ber kom svo í ljós að lagið „Because You Can“ væri komið í tólf laga úr­slit keppn­inn­ar. Það samdi Hera Björk í sam­vinnu við Örlyg Smára, Camillu Gottschalck, Jon­as Gla­dni­koff og Christ­inu Schill­ing, en þau tvö síðast­nefndu voru meðhöf­und­ar Heru Bjark­ar að lag­inu „Someday“ sem varð í öðru sæti í dönsku Evr­óvi­sjón-söngv­akeppn­inni árið 2009.

„Jól­in voru að koma eft­ir kort­er og fyr­ir vikið lít­ill tími til að bregðast við þess­um tíðind­um,“ rifjar Hera Björk upp. Þau Val­geir Magnús­son, umboðsmaður henn­ar, fóru þó í stell­ing­ar og út­bjuggu kynn­ingarpakka til að senda til Síle. „Ég fékk líka allskon­ar styrki í formi vöru­út­tekta, margt smátt ger­ir eitt stórt. Svo voru það bara gam­all kjóll, gaml­ir skór og meira að segja gaml­ar nær­bux­ur,“ seg­ir söng­kon­an og skell­ir upp úr.

Viðtalið má lesa í heild sinni í Sunnu­dags­mogg­an­um

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Líf þitt er ástríðufullt og snertir á flestum tilfinningum sem flæða um stríðsmannahjartað þitt. Reynslan segir þér eitt, en Pollýannan innra með þér segir annað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Líf þitt er ástríðufullt og snertir á flestum tilfinningum sem flæða um stríðsmannahjartað þitt. Reynslan segir þér eitt, en Pollýannan innra með þér segir annað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Loka