Ólöf Arnalds á kertaljósatónleikum á Ingólfstorgi

Ólöf Arnalds.
Ólöf Arnalds. mbl.is/Arnar Eggert

Reykjavíkurborg tekur þátt í alþjóðlegri jarðarstund, laugardagskvöldið 23. mars klukkan 20.30 ásamt borgum í tæplega 150 löndum. Jarðarstundin (Earth hour) felst í því að kveikja ekki rafmagnsljós á milli kl. 20.30 og 21.30. Þessa klukkustund sameinast jarðarbúar um að minna á hvernig draga megi úr orkunotkun. Ekki verður kveikt á götulýsingu vestan Elliðaáa í Reykjavík fyrr en eftir kl. 21.30 þetta kvöld og er fólk hvatt til að kveikja ekki heldur rafmagnsljós heima hjá sér.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Fólk getur lagt leið sína á Ingólfstorg og notið Jarðarstundar þar. Þar mun Ólöf Arnalds koma fram á kertaljósatónleikum sem sérstakur velunnari verkefnisins. Að tónleikunum standa Reykjavíkurborg, Miðborgarsamtökin, Höfuðborgarstofa og Grænn apríl, Samtök lífrænna neytenda ásamt IKEA sem sér um kertaljósin.

Stemningin verður þó ekki aðeins þar heldur á hverju því heimili og fyrirtæki þar sem ljósin eru slökkt. Vonir standa til að sem flestir taki þátt í Jarðarstund og að ljósin verði slökkt í byggingum og á götum þar sem því verður við komið.

Víða um heim hafa listamenn, stjórnmálamenn og þekktir einstaklingar ljáð þessu verkefni lið, og hefur það undið upp á sig á undanförnum árum. Á þessu ári fer það meðal annars fram með áskorunum um að “ég skal ef þú vilt...”, en allar áskoranirnar snúast um að draga úr orkunotkun og beina sjónum að loftslagsvandanum og leiðum til að sporna gegn honum. 

Bandaríska leikkonan Jessica Alba er talsmaður verkefnisins á alþjóðavísu. Árlega eru birt mögnuð myndbönd tileinkuð Jarðarstundinni og hugmyndafræði hennar.

Jarðarstundin hófst í Sydney í Ástralíu árið 2007 og hefur síðan breiðst út um víða veröld. Viðburðurinn er skipulagður af sjálfboðaliðum og er markmiðið að hvetja hvern og einn til að spá í hvað hann geti lagt af mörkum í þágu umhverfisins. 

Verkefnið er hægt að kynna sér nánar á Facebook síðunni Earth Hour Iceland.

http://www.earthhour.org/ 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan