Íslenski textinn vekur lukku

Eyþór Ingi á báti í myndbandinu við lagið Ég á …
Eyþór Ingi á báti í myndbandinu við lagið Ég á líf.

Evróvisjónaðdáendur um víða veröld virðast almennt ánægðir með að íslenska lagið Ég á líf með Eyþóri Inga sé flutt á íslensku. 

„Djarft hjá Íslendingum. Tungumálið er svo fallegt. Gott að þýða það ekki yfir á ensku. Bestu fréttirnar frá Evróvisjón 2013,“ eru meðal athugasemda sem skrifaðar hafa verið við myndband lagsins á vefsíðunni esctoday.com sem er einn helsti vettvangur umræðna um keppnina.

Einn segir lagið vera eitt af þeim betri í keppninni í ár og annar segir að íslenska framlagið gæti komið verulega á óvart.

Ástfangin af laginu við fyrstu hlustun

Á vefsíðunni eurovison.tv kveður við svipaðan tón. „Ég elska þetta lag, jafnvel þó ég skilji ekki eitt einasta orð,“ skrifar A Santino frá Svíþjóð. Dana frá Rúmeníu segir að hún hafi orðið ástfangin af laginu við fyrstu hlustun. Hún hafi fyrst giskað á efni textans, en síðan hafi hún rekist á enska þýðingu hans og komist að því að ágiskun hennar var rétt.

Anikai frá Þýskalandi segir: „Ekki skipta textanum yfir á ensku, íslenska er miklu meira ekta og svo falleg“ og Bandaríkjamaður nokkur segir laginu svipa til Bítlalagsins Let it be.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir