Langi-Jón fannst á Lynghálsi

Eft­ir að Mbl.is sagði frá leit Þrá­ins og Gunn­ars að bakk­els­inu Langa-Jóni létu viðbrögðin ekki á sér standa. Alls bár­ust 110 tölvu­póst­ar á net­fangið sem til­greint var í frétt­inni, þar sem þeim fé­lög­um var bent á hvar þeir gætu fundið Langa-Jón.

Það bar þó helst til tíðinda þegar þeim var til­kynnt að þeir gætu nálg­ast 20 Langa-Jóna hjá Ömmu­bakstri við Lyng­háls. Mbl.is fylgdi þeim þegar þeir tóku við þess­um langþráðu Löngu-Jón­um.

„Þetta er eig­in­lega betra en mig minnti,“ seg­ir Gunn­ar Nel­son. „Biðin hef­ur ör­ugg­lega byggt þetta upp, en það stóð al­veg und­ir vænt­ing­um.“ Og er allt í lagi fyr­ir menn sem vinna við að vera í góðu formi að úða þessu í sig? „Ætli við séum ekki þeir einu sem meg­um við þessu af því við æfum svo mikið.“

„Það var aðallega lít­il sala og vél­ar­bil­un sem gerði það að verk­um að við hætt­um að fram­leiða og selja Langa-Jón,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Þor­láks­son, fram­kvæmda­stjóri Ömmu­bakst­urs. „En eft­ir þetta keyr­um við fram­leiðsluna í gang aft­ur eft­ir þenn­an góða stuðning frá sterk­um mönn­um. Langi-Jón verður til í Fjarðabaka­ríi í Dals­hrauni og Borg­ar­holts­braut.“

„Eig­andi Stof­unn­ar við Aðalstræti talaði um að vilja selja þetta,“ seg­ir Þrá­inn Kol­beins­son. „Fínt að geta fengið þetta líka í miðbæn­um.“

Frétt Mbl.is: Leit­in að Langa-Jóni

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Í dag mun þér reynast auðvelt að koma miklu í verk. Það skiptir ekki máli hver fær heiðurinn svo lengi sem þú ert þakklátur fyrir gæfuna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Í dag mun þér reynast auðvelt að koma miklu í verk. Það skiptir ekki máli hver fær heiðurinn svo lengi sem þú ert þakklátur fyrir gæfuna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason