Alltaf trúr en sofið hjá yfir þúsund konum

Hugh Hefner segist ávallt hafa verið trúr eiginkonum sínum. Hér …
Hugh Hefner segist ávallt hafa verið trúr eiginkonum sínum. Hér með þeirri nýjustu, Crystal Harris. AFP

Hugh Hefner segist alsæll með lífið með Chrystal sinni í dag. Hann segist alltaf hafa verið trúr eiginkonum sínum en í heild hafi hann sofið hjá yfir þúsund konum.

Hvernig í ósköpunum á ég að vita það? Yfir þúsund, það er ég viss um,“ svaraði Playboy kóngurinn blaðamanni Esquire tímaritsins sem spurði hann út í hversu víða hann hefði komið við í kvennamálum. „Hluta lífs míns hef ég verið kvæntur, og þá svindlaði ég aldrei,“ bætti hinn 86 ára fjölmiðlamógúll við. Hann sagðist hins vegar hafa verið allt annað en við eina fjölina fleldur þegar hann var á lausu.

Hefner á tvö hjónabönd að baki en hann er sem kunnugt er kvæntur hinni 26 ára Chrystal Harris í dag. Segist útgefandinn alsæll með lífið og gæti ekki óskað sér þess betra. Þeir sem þekki hjónin sjái að þau séu afar hamingjusöm og horfi fram hjá aldursmuninum á þeim.

„Mér finnst ég bara afar afar heppinn að hafa fundið hana [Chrystal] á þessum tímapunkti í lífi mínu [...]. Ég vil að restin af því verði bara nokkurn veginn eins og það er nákvæmlega núna,“ sagði Hef, alsæll. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup