Á föstudaginn langa var tilkynnt að Andri Snær Magnason fengi heiðursverðlaun Philip K. Dick-verðlaunanna fyrir bók sína Love Star sem framúrskarandi vísindaskáldsögu í kiljuútgáfu. Verðlaunin eru mjög virt og veitt fyrir vísindaskáldskap.
Einnig hefur verið tilkynnt að Sagan af bláa hnettinum fái heiðursverðlaun Green Earth Book Award, en það eru verðlaun sem veitt eru framúrskarandi bókum sem vekja börn til vitundar um umhverfismál. Verðlaunin verða afhent í Salisbury í Maryland þann 5. apríl.
Þremur dögum síðar verður Sagan af bláa hnettinum frumsýnd á aðalsviði YPT-leikhússins, Young People’s Theatre, Toronto og verður sýnd á hverjum degi fram í byrjun maí. Þetta er í annað sinn sem verkið er sett á svið í Toronto en síðasta uppfærsla á því var tilnefnd sem sýning ársins í Toronto árið 2005.