Hafði Beyoncé leyfi fyrir Kúbuferðinni?

Tveir þingmenn Repúblikanaflokksins vilja vita hvort bandaríska söngkonan Beyoncé og eiginmaður hennar,  Jay-Z, hafi haft leyfi bandarískra stjórnvalda til að ferðast til Kúbu þrátt fyrir viðskiptabann milli landanna. Hjónakornin fóru þangað í brúðkaupsferð sem hefur vakið mikla athygli. Dvöldu þau m.a. í höfuðborginni Havana.

Þingmennirnir Ileana Ros-Lehtinen og Mario Diaz-Balart sendu fjármálaráðuneytinu bréf á föstudag og báðu um upplýsingar um hvers konar leyfi Beyoncé og Jay-Z hefðu haft til ferðarinnar.

Í bréfinu vekja þingmennirnir athygli á því að samkvæmt bandarísku lögum sé bannað að veita leyfi til að flytja fé vegna ferðalaga milli landanna.

Segja þeir að ástæðan fyrir viðskiptabanninu sé sú að stjórnvöld á Kúbu hafi stutt við hryðjuverkastarfsemi. Þá bentu þingmennirnir, sem og margir aðrir, á að mannréttindabrot væru tíð á Kúbu.

Þingmennirnir segja að þeim bandaríkjadollurum sem sé eytt á Kúbu sé varið til kúgunar borgara landsins.

Beyoncé og Jay-Z vöktu mikla athygli á fimmtudag er þau gengu um götur Havana og heilsuðu fólki. Þá fóru þau út að borða.

Þau voru að fagna fimm ára brúðkaupsafmæli sínu og voru á ferðalagi með mæðrum sínum.

Bandaríkjamenn mega ekki heimsækja Kúbu og eyða þar peningum nema að fá sérstakt leyfi stjórnvalda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir