Tónlistin úr kvikmyndinni Guðföðurnum fékk góðar viðtökur á Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskólanna í Hörpu, í dag. Nemendur úr Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar fluttu titillag fyrstu myndarinnar undir stjórn Kristjáns Matthíassonar.
Margir tónlistarnemendur komu fram á hátíðinni úr tónlistarskólum hringinn í kringum landið. 24 tónlistaratriði voru flutt á tvennum tónleikum í Hörpu í dag. Á lokaathöfninni, sem hefst síðdegis, koma fram níu framúrskarandi hljómsveitir og keppa um að fá verðlaunagrip Nótunnar 2013.
Fernir svæðistónleikar Nótunnar 2013 fóru fram sl. laugardag á Ísafirði, Egilsstöðum, Selfossi og í Reykjavík. Hátíðarstemning ríkti á öllum stöðum og nemendur stóðu sig með mikilli prýði. Allir nemendur sem komu fram fengu afhent viðurkenningarskjal fyrir þátttöku í Nótunni.
Nánar um þau atriði sem stíga á stokk á lokatónleikum Nótunnar í Hörpu.