Guðföðurnum fagnað í Hörpu

Tónlistin úr kvikmyndinni Guðföðurnum fékk góðar viðtökur á Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskólanna í Hörpu, í dag. Nemendur úr Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar fluttu titillag fyrstu myndarinnar undir stjórn Kristjáns Matthíassonar.

Margir tónlistarnemendur komu fram á hátíðinni úr tónlistarskólum hringinn í kringum landið. 24 tónlistaratriði voru flutt á tvennum tónleikum í Hörpu í dag. Á lokaathöfninni, sem hefst síðdegis, koma fram níu framúrskarandi hljómsveitir og keppa um að fá verðlaunagrip Nótunnar 2013.

Fernir svæðistónleikar Nótunnar 2013 fóru fram sl. laugardag á Ísafirði, Egilsstöðum, Selfossi og í Reykjavík. Hátíðarstemning ríkti á öllum stöðum og nemendur stóðu sig með mikilli prýði. Allir nemendur sem komu fram fengu afhent viðurkenningarskjal fyrir þátttöku í Nótunni.

Nánar um þau atriði sem stíga á stokk á lokatónleikum Nótunnar í Hörpu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir