„Fékk ekki einu sinni verkjapillur“

Jude Law segist aldrei hafa tekið verkjapillu.
Jude Law segist aldrei hafa tekið verkjapillu. AFP

Jude Law segist aldrei hafa tekið nein lyf í lífinu - á það bæði við um verkjapillur og ofskynjunarlyf hvers konar. Þakkar hann það m.a. uppeldinu.

„Ég ólst upp í fjölskyldu þar sem maður fékk ekki einu sinni verkjatöflu. Móðir mín var kannski ekki heilsufrík en hún hafði ákveðnar hugmyndir,“ sagði hinn fertugi leikari í viðtali við Frankfurter Allgemeiner á dögunum. Var hann í Þýskalandi þar sem hann kynnti nýjustu mynd sína, sálfræðitryllinn Side Effects, í leikstjórn Steven Soderbergh. Í myndinni leikur Law geðlækni sem höndlar með vafasamt, nýtt lyf með ófyrirséðum afleiðingum.

Þrátt fyrir að móðir hans hafi verið ákveðin og viðhaft mikinn aga á heimilinu segist Law engu að síður hafa hlotið ástríkt uppeldi og minnist þess með hlýju.

„Þetta ákveðna norður-enska viðhorf til lífsins var afar einkennandi fyrir fjölskylduna mína: ekki kvarta, þetta verður allt í lagi. Ef þér er kalt, farðu þá í peysu. Og ef þú misstígur þig [á brautinni], haltu engu að síður áfram. En það var mikil, mikil væntumþykja,“ segir hann.

Þakkar hann sínu sæla fyrir að hafa komist vel frá æskuárunum og ekki freistast til að leita á náðir misheilsusamlegra lyfja eða fíkniefna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir