Ætlar að lifa á 176 krónum á dag

Ben Affleck ætlar að reyna að nærast á 1,5 dölum …
Ben Affleck ætlar að reyna að nærast á 1,5 dölum á dag í lok mánaðarins. AFP

Ben Affleck hefur verið duglegur við að láta gott af sér leiða. Nú ætlar Óskarsverðlaunaleikstjórinn að nýta frægð sína til að beina athygli að fátækt í heiminum með því að að lifa á 1,5 dölum á dag um tíma, eða sem samsvarar 176 íslenskum krónum.

Affleck er einn margra sem sem leggja átakinu Live Below The Line lið í næstu viku en þar mun fjöldi fólks leitast við að lifa á þeirri fjárhæð sem 1,4 milljarður jarðarbúa gerir daglega samkvæmt útreikningum World Bank.

Mega þáttakendur aðeins eyða sem samsvarar 1,5 dal á dag til að sjá sér fyrir mat og drykk á tímabilinu 29. apríl til 3. maí. Markmiðið er að vekja fólk til umhugsunar um fátækt í heiminum á sama tíma og áheitum er safnað til stuðnings mismunandi góðgerðarsamtökum. Sjálfur ætlar Affleck að safna fé til stuðnings Eastern Congo Initiative, sem hann átti hugmyndina að því að stofna.

Þetta er í fjórða skipti sem átakið er haldið en í fyrra söfnuðu 15 þúsund þátttakendur yfir þremur milljónum dala á meðan á því stóð. Er vonast til að þátttakendur verði enn fleiri í ár eða um 20 þúsund segir á vef Time.

Mun Affleck líkt og aðrir þurfa að tísta reglulega um hvernig honum gengur að halda sig við fjárhagsáætlunina, sem á vafa verður ekki auðvelt.

Hægt verður að fylgjast með leikaranum hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar