Skuggalega líkt íslenskum veruleika

Birgitte Nyborg ásamt aðstoðarkonu sinni og kærasta,
Birgitte Nyborg ásamt aðstoðarkonu sinni og kærasta,

„Ef menn lesa út úr þessu einhverja samsæriskenningu er bara það til marks um ótrúlega spádómsgáfu danskra handritshöfunda,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Rúv, aðspurður hvort það sé tilviljun ein hversu ítarlega þriðja syrpa dönsku þáttanna Borgen, eða Höllin, fylgir íslensku stjórnmálalífi, allt frá landsfundum til kosninga. 

„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem koma fram alveg ótrúlega áhugaverðar hliðstæður milli dansks sjónvarpsefnis og íslensk veruleika, en ætli það hafi ekki mest að gera með það hversu líkt samfélagið er á Íslandi og í Danmörku, segir Skarphéðinn.

Landsfundur og nýtt framboð

Höllin hóf göngu sína á ný sunnudaginn 24. febrúar hjá Rúv og og í fyrsta þættinum mætti Birgitte Nyborg á landsfund hjá sínum gamla miðjuflokki, De Moderate. Þannig vildi til að sömu helgi fóru fram hér á Íslandi landsfundir bæði Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna.

Í öðrum þætti stofnar Birgitte Nyborg nýtt stjórnmálaafl, Nye Demokrater, vegna óánægju með þá stefnu sem hennar gamli flokkur hefur tekið. Eitt stærsta verkefni hennar í syrpunni er svo að ná að auðkenna flokkinn og sýna fram á að hann sé ekki bara eftirmynd gamla flokksins. Ekki er neinn skortur á nýjum framboðum hér heima til samanburðar, en líkindin þykja hvað mest við Bjarta framtíð.

Nyborg fær til liðs við sig sjónvarpskonuna ungu Katrine Fonsmark, en holdgervingur hennar í íslenskum veruleika hlýtur þá að teljast blaðamaðurinn Atli Fannar Bjarkason sem sagði skilið við Fréttablaðið til að gerast framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar.

Í þriðja þætti syrpunnar kemur í ljós að það er ekki heiglum hent að koma nýjum stjórnmálaflokki á stofn því Nye Demokrater virkar eins og segull á alls konar fólk með alls konar hugmyndir, sem ekki hefur fundið sér stað í pólitíkinni og vill tryggja sínu baráttumáli farveg. Hringir kannski einhverjum bjöllum hér heima.

Kosningar um kosningahelgi

En þrátt fyrir allt virðist vera ágætisfarvegur fyrir nýtt framboð í dönskum sjónvarpsveruleika, rétt eins og á Íslandi, því flokkur Birgitte Nyborg nýtur talsverðs fylgis og virðist ætla að ná a.m.k. 5 mönnum þing. Á sunnudaginn var fylgdust áhorfendur með kosningakappræðum á dönsku í Höllinni, svona rétt til að hvíla sig frá íslensku kosningakappræðunum sem eru á dagskrá flest önnur kvöld.

Sjálfa kosningahelgina fara einnig fram kosningar í Höllinni og ef allt fer að óskum hjá Birgitte Nyborg gætu stjórnmyndunarviðræður hafist hjá henni á sunnudaginn, um svipað leyti og hjá íslenskum kollegum hennar í raunveruleikanum. 

Kappsmál að sýna þættina sem fyrst

Það er freistandi að hugsa sér að sýningartími Hallarinnar á Íslandi hafi verið valinn með það sérstaklega í huga að fylgja aðdraganda kosninganna hér eftir skref fyrir skref. Skarphéðinn segir þetta þó ekkert annað en stórskemmtilega tilviljun.

„Það sem réði öllu hjá okkur var að við settum þessa þætti í sýningu við fyrsta mögulega tækifæri sem við máttum. Rúv var fyrsta stöðin utan Danmörku til að sýna þá, degi á undan NRK og við sýndum meira að segja þátt á páskadag til að halda því striki.“

Ráðlagt að leggja treflinum

Skarphéðinn hefur sjálfur ekki farið varhluta af því að samanburður sé gerður á þáttunum og hans nánasta veruleika. „Ég er aldeilis búinn að fá á baukinn út af þessum blessaða dagskrárstjóra,“ segir hann og vísar þar í karakterinn Alexander Hjort, sem ber sama starfsheiti og hann í þáttunum, en teygir sig ansi langt inn á starfssvið annarra.

„Hann kom þarna inn sem nýi gaurinn eins og ég og reyndist vera algjör óhemja. Mér var ráðlagt að mæta ekki oftar með trefilinn í vinnuna.“

Lokaþáttur Hallarinnar er á sunnudag og kemur þá í ljós hvort örlög Birgitte Nyborg í stjórnmálum endurspegli einnig niðurstöður kosninganna hér. Aðdáendur norræns sjónvarpsefnis, sem eru ófáir, þurfa þó ekki að örvænta þótt Höllin renni sitt skeið líkt og Glæpurinn fyrir skömmu, því að sögn Skarphéðins er von á góðu frá frændum okkar.

Fleira norrænt góðgæti í vændum

Önnur syrpa sænsk/dönsku þáttanna Broen verður sýnd í haust, sömuleiðis dönsku dramaþættirnir Arfur Veróniku. Sænskir sjónvarpsþættir að nafni Ekte mennesker verða teknir til sýninga og svo er von á annarri þáttaröð hinna norsku Lilyhammer. 

Skarphéðinn segir að líkt og með Höllina verði lögð áhersla á að sýna þættina sem fyrst eftir að þeir hafa verið frumsýndir úti. „Það er orðin krafan í dag.“

Skarphéðinn Guðmundsson (fyrir ofan) er hvorki fyrirmynd né eftirmynd Alexander …
Skarphéðinn Guðmundsson (fyrir ofan) er hvorki fyrirmynd né eftirmynd Alexander Hjort (fyrir neðan), en þeir eru þó báðir nýir dagskrárstjórar og báðir með fína trefla.
Það er kannski ekki beinlínis svipur með þeim Atla Fannari …
Það er kannski ekki beinlínis svipur með þeim Atla Fannari Bjarkasyni (t.v.) og Katrine Fønsmark (t.h.), en þau gegna svipaðri stöðu hjá nýjum stjórnmálaflokkum. Ljósmynd/Stefán Karlsson/DR
Sæns/dönsku glæpaþættirnir Broen snúa aftur í haust.
Sæns/dönsku glæpaþættirnir Broen snúa aftur í haust.
Steven Van Zandt snýr aftur í Lilyhammer á Rúv í …
Steven Van Zandt snýr aftur í Lilyhammer á Rúv í haust.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir