Þýski leikarinn Horst Tappert var í Waffen-SS hersveitunum í seinni heimsstyrjöldinni. Tappert var heimsþekktur fyrir að leika lögreglumanninn Derrick í samnefndum sjónvarpsþáttum, en þættirnir voru m.a. sýndir hér á landi.
Þetta kemur fram í frétt í þýska blaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung. Tappert var fæddur 1923 og hann lést 2003. Hann tjáði sig lítið um styrjaldarárin í ævisögu sinni. Í frétt blaðsins segir að Tapert hafi verið skráður í Waffen-SS árið 1943.
Blaðið vitnar í skrá um hermenn sem tóku þátt í orrustu í Rússlandi árið 1943, en þar kemur nafn Tappert fyrir. Blaðið segir að þessi heimild sé almennt talin traust.
Tappert lék í sjónvarpsþáttum um lögreglumanninn Stephan Derrick frá árinu 1974 til 1998. Framleiddir voru 281 þáttur og þeir voru sýndir í 102 löndum.