Verkið hefur tilvísun í persónulega reynslu

Toshiki Toma við verkið eftir Magréti Reykdal.
Toshiki Toma við verkið eftir Magréti Reykdal.

Tos­hiki Toma, prest­ur inn­flytj­enda, valdi verk (án titils) eft­ir Mar­gréti Reyk­dal mynd­list­ar­konu á sýn­ing­unni Flæði á Kjar­vals­stöðum í dag. Lista­safn Reykja­vík­ur hef­ur leitað til hóps fólks og beðið það um að velja sér upp­á­halds­verkið sitt á sýn­ing­unni og segja gest­um frá því á hverj­um fimmtu­degi. Alls hafa 10 manns valið verk vik­unn­ar frá því sýn­ing­in opnaði þann 2. fe­brú­ar en Tos­hiki Toma er sá síðasti í röðinni. Mbl.is hef­ur frá upp­hafi sagt frá vali á verki vik­unn­ar.  Þá hafa verið tek­in upp viðtöl við alla sem hafa valið verk­in. Hægt er að nálg­ast þau á vef Lista­safns Reykja­vík­ur: lista­safn­reykja­vik­ur.is

 Sýn­ing­in Flæði hef­ur verið al­farið end­ur­nýjuð frá því hún var opnuð þann 2. fe­brú­ar en verk­um er sí­fellt skipt út, jafn­vel meðan gest­ir eru viðstadd­ir. Al­menn­ingi gefst því ein­stætt tæki­færi til að sjá stór­an hluta af saf­neign Lista­safns Reykja­vík­ur meðan á henni stend­ur eða til 20. maí.

Tos­hiki Toma sagði þetta m.a. um ástæður fyr­ir vali sínu í dag:

 „Mér fannst þetta verk til­komu­mest á sýn­ing­unni því það hef­ur til­vís­un í per­sónu­lega reynslu mína. Verkið lýs­ir villtri og sterkri nátt­úru og á því eru tvær mann­eskj­ur sem ganga sam­an og leiðast, þetta gætu verið feðgar eða afi og barna­barn. Útsýnið í verk­inu minn­ir mig á Mikla­holts­hrepp á Snæ­fellsnesi þar sem ég bjó um hríð ásamt þáver­andi eig­in­konu minni og tveggja ára syni fyrst eft­ir að ég flutti til lands­ins fyr­ir 20 árum. Þar er mik­il nátt­úra og á þeim tíma bjó þar fátt fólk. Þetta var á marg­an hátt erfiður tími, ég var at­vinnu­laus, skildi ekki ís­lensku og hafði áhyggj­ur af af­komu minni.

Stund­um leið mér mjög illa og fannst ég ekki vera neitt í þess­um heimi. En það breytt­ist þegar ég fór út að ganga í nátt­úr­una með syni mín­um og leiddi hann, eins mann­eskj­urn­ar gera á þess­ari mynd. Þá fann ég til stuðnings og hvatn­ing­ar. Það að taka í hönd­ina á ann­arri mann­eskju er merki­leg gjörð, ein­föld en á sama tíma teng­ir hún mann­eskj­urn­ar sam­an. Og þannig er lífið, mann­eskja verður að mann­eskju þegar hún er í sam­skipt­um við aðra og þetta mál­verk læt­ur mig minn­ast þess.“

 Um lista­mann­inn:

 Mar­grét Reyk­dal (1948) er bú­sett í Nor­egi en þar stundaði hún nám við lista­há­skóla á ár­un­um 1968-76. Hún hef­ur jafn­framt próf­gráðu í lista­sögu frá Osló­ar­há­skóla. Mar­grét hélt sína fyrstu sýn­ingu árið 1974 að Hamra­görðum. Verk eft­ir hana hafa jafn­framt verið sýnd á Kjar­vals­stöðum 1978 og 1981. Þá hef­ur hún haldið sýn­ing­ar í Galle­rí Borg, Nor­ræna hús­inu, Hafn­ar­borg og Galle­rí Umbru. Hún hef­ur einnig haldið sýn­ing­ar í Nor­egi og Dan­mörku.

Án titils­ins er ol­íu­mál­verk frá ár­inu 1980. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú þarf að eiga við fólk með mikinn viljastyrk og aðrar hugmyndir en þú. Þótt fjármálahliðin sé á hreinu er fleira að athuga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú þarf að eiga við fólk með mikinn viljastyrk og aðrar hugmyndir en þú. Þótt fjármálahliðin sé á hreinu er fleira að athuga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell