„Þú þarft ekki að byrja að taka kókaín“

Baltasar Kormákur.
Baltasar Kormákur. mbl.is/Golli

Bandaríska dagblaðið New York Times var með ítarlega umfjöllun um Baltasar Kormák í gær. Segir í umfjölluninni að Baltasar hafi vakið alþjóðlega athygli með myndunum „101 Reykjavík“ og „Hafinu“ og sé núna að færa sig yfir til Bandaríkjanna. Nýjasta mynd Baltasars, „2 Guns“, kemur í kvikmyndahús í sumar.

Í umfjölluninni, sem ber nafnið „Leikstjóri sem falsar ekki“, segir að þó að Baltasar hafi vakið athygli með fyrstu skrefum sínum vestanhafs hafi hann ekki fallið í hið dæmigerða Hollywood-mót. Mark Wahlberg, stjarna myndarinnar Contraband segir að í tvær vikur hafi Baltasar ekki einu sinni vitað af því að hann væri með hjólhýsi til eigin afnota á settinu. „Hann var bara á tökustaðnum að láta hlutina gerast,“ segir Wahlberg, sem leikur einnig annað aðalhlutverkið í „2 Guns“ ásamt Denzel Washington.

Minnst er á íslenska efnahagshrunið 2008 sem hefði sett strik í reikninginn hjá íslenskum kvikmyndaiðnaði. Það hafi þó ekki hægt neitt á frama Baltasars. Ein af mýtunum sem fylgt hefur Hollywood frá upphafi kvikmyndaiðnaðarins er að erlendum leikstjórum vegni yfirleitt illa þar, nema þeir gefist upp fyrir kvikmyndaverunum. Baltasar hafnar því. „Þú þarft ekki að byrja að taka kókaín og sitja við sundlaug bíðandi eftir símtali,“ segir Baltasar og bætir við að þó að hann gerði enga aðra kvikmynd vestanhafs í kjölfar „2 Guns“ myndi það ekki þýða að hann hefði brugðist, heldur myndi hann líta á það sem ævintýri og halda sínu striki. 

Vildi forðast tilfinningaklám

„Djúpið“, myndin sem byggð er á afreki Guðlaugs Friðþórssonar, verður frumsýnd vestanhafs í vikunni. Baltasar segir afrekið hafa verið mikilvæga stund í íslenskri samtímasögu og að hann hafi þurft að lýsa þeirri stund hárrétt vegna tengsla Íslendinga við hafið í bæði efnahagslegu og andlegu tilliti. Hann hefði viljað forðast tilfinningaklám í myndinni, sem fjalli í raun um alla sjómenn á Íslandi. Tökurnar hefðu því tekið langan tíma.

Á meðal þeirra atriða sem vikið er að í umfjölluninni er að það þurfti að taka hluta hennar upp í Atlantshafi, þar sem kröfuharðir íslenskir áhorfendur myndu vita ef að tökurnar hefðu farið fram í sundlaug. Talað er við Ólaf Darra Ólafsson, aðalleikara myndarinnar, sem segir að Baltasar sé indæll samstarfsmaður sem skipti sér ekki af að óþörfu, þrátt fyrir að vera með fullkomnunaráráttu. 

„Hann [Baltasar Kormákur] ræður þig,“ segir Ólafur Darri, „og þú veist um leið til hvers er ætlast af þér og hverju þú megir eiga von á. Hann segir ekki margt en þegar hann tekur til máls hugsa ég „ókei“ því hann hefur alltaf rétt fyrir sér.“ 

Umfjöllun New York Times: A Director Who Doesn't Fake It.

Veggspjaldið fyrir Contraband, mynd Baltasars Kormáks
Veggspjaldið fyrir Contraband, mynd Baltasars Kormáks
Ólafur Darri í Djúpinu.
Ólafur Darri í Djúpinu. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup