Jackson var sem beinagrind

Michael Jackson var orðinn á við beinagrind, svo horaður var …
Michael Jackson var orðinn á við beinagrind, svo horaður var hann fyrir andlátið. mbl.is/Cover Media

Michael Jackson var orðinn svo horaður skömmu áður en hann lést að hann líktist helst beinagrind, segir förðunardama hans, Karen Faye.

Faye bar vitni við réttarhöld í máli móður Jacksons, Catherine, gegn tónleikahaldaranum AEG Live á dögunum. Segir hún þar ekki rétt sem haldið hefur verið fram að söngvarinn hafi verið við hestaheilsu nánast fram í andlátið.

„Allir lugu því að hann [Jackson] hefði verið við góða heilsu áður en hann dó,“ sagði förðunardaman samkvæmt vef Daily Mirror. „Allir vissu að hann var það ekki,“ bætti hún við. Segir hún búningahönnuð söngvarans eitt sinn hafa komið til hennar í miklu uppnámi. Sagðist hann nánast hafa séð móta fyrir hjartanu slá í brjósti söngvarans, svo grannur var hann orðinn. Var hönnuðinum mikið niðri fyrir og í verulegu uppnámi. 

Tónlistar- og dansstjórum leist ekki á blikuna

Ýmis óþekkt gögn hafa komið fram við réttarhöldin til þessa en þau hófust í apríl. Þar á meðal er að finna tölvupósta á milli tónlistar- og dansstjóra tónleikanna skömmu fyrir áætlaða tónleikaröð hans í Lundúnum árið 2009, þar sem þeir ræddu sín á milli að söngvarinn gæti vart sungið og dansað á sama tíma, svo veikburða væri hann.

„Allt í mér segir að hann [Jackson] ætti að gangast undir sálfræðimat. Ef við eigum að eiga einhvern möguleika á að fá hann til baka [í lag fyrir tónleikana],“ skrifaði Kenny Ortega danshöfundur, tónlistarstjóranum Michael Bearden, skömmu fyrir andlát söngvarans.

Jackson lést sem kunnugt er þann 25. júní 2009. Dánarorsök hans var of stór skammtur af deyfilyfinu Propofol.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir