DiCaprio safnaði 39 milljónum dala

Leonardo DiCaprio á uppboðinu á mánudag.
Leonardo DiCaprio á uppboðinu á mánudag. AFP

Síðasta verk leikarans Leonardo DiCaprio áður en hann hélt til Cannes, var að fara fyrir góðgerðaruppboði á vegum Christie's í New York á mánudagskvöld. Söfnuðust þar hvorki fleiri né færri en 39 milljónir dala til styrktar náttúruvernd.

Alls voru 33 listaverk í boði á kvöldinu eftir þekkta listamenn á borð við Banksy, Peter Beard, Urs Fischer og fleiri. Fyrirfram var gert ráð fyrir að allt að 13 til 18 milljónir dala myndu safnast segir á vef Bloomberg.

Ágóðinn af uppboðinu, sem gekk undir heitinu „Á 11. stundu“ („The 11th Hour“) rennur til náttúruverndarverkefna víða um heim. Í erindi sínu um kvöldið sagði leikarinn fjármunina myndu nýtast við að stuðla að verndun „síðustu villtu svæðanna á jörðinni“. Bætti hann við að mannkynið væri svo sannarlega á elleftu stundu hvað náttúruvernd varðaði og lítið mætti út af bregða ef ekki ætti illa að fara í þessum efnum.

Fjöldi vina leikarans úr kvikmyndabransanum var viðstaddur viðburðinn, sem fram fór í Rockefeller Center. Má þar nefna Sölmu Hayek, Bradley Cooper og mótleikara DiCaprio úr The Great Gatsby, Tobey Maguire.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan