Deilt um finnskan koss í Eurovision

Tvær finnsk­ar kon­ur kysst­ust pent á sviðinu í Mal­mö-höll­inni í gær, á seinna undan­k­völdi Eurovisi­on keppn­inn­ar. Í kjöl­farið til­kynnti rík­is­sjón­varp Tyrk­lands að úr­slita­keppn­inni yrði ekki sjón­varpað beint þar í landi á laug­ar­dag­inn. Bar­áttu­fólk fyr­ir rétt­ind­um hinseg­in fólks þrýst­ir nú á Tyrk­land að láta af þess­ari ákvörðun.

Finnska lagið ber titil­inn „Marry Me“ og kom söng­kon­an, Krista Sieg­frids, fram í brúðar­kjól þegar hún söng sig áfram í úr­slita­keppn­ina, ásamt Eyþóri Inga og fulltú­um 8 annarra þjóða, í gær­kvöldi.

„Snýst bara um ást“

Sam­kvæmt regl­um Eurovisi­on er bannað að blanda póli­tík í keppn­in og Sieg­frids sagði fyr­ir­fram að lagið henn­ar væri póli­tískt, en bætti því þó við að hún vildi gjarn­an koma með yf­ir­lýs­ingu til að vekja at­hygli á tregðu Finna til að styðja við jafn­rétti til hjóna­bands óháð kyn­hneigð.

Eft­ir keppn­ina sagði hún í sam­tali við danska sjón­varps­menn að þetta sner­ist bara um ást. „Það er árið 2013 og ég get kysst hvern þann sem mér sýn­ist.“

Tyrk­neska rík­is­sjón­varpið TRT seg­ir að hætt hafi verið við að sýna úr­slit Eurovisi­on beint vegna lé­legs áhorfs, en á síðasta ári fylgd­ust um 25% tyrk­nesku þjóðar­inn­ar með keppn­inni. 

Ótt­umst rit­skoðun, ekki ást­ina

Bar­áttu­sam­tök­in All Out segj­ast ekki láta blekkj­ast af „veikri af­sök­un“ Tyrkja. Sam­tök­in hófu í dag und­ir­skrift­ar­söfn­un við kröfu um að for­seti EBU taki á mál­inu og tryggi þannig að Eurovisi­on keppn­in „haldi á lofti gild­um sam­kennd­ar og ást­ar“ frem­ur en að rit­skoða finnska atriðið. Rúm­lega 25 þúsund manns hafa skrifað und­ir. 

„Það er um­heim­in­um al­veg ljóst að Tyrk­ir ætla að hætta við að sýna Eurovisi­on bara vegna þess að tvær kon­ur tjáðu ást sína með kossi. Ekk­ert gæti verið sak­laus­ara en koss milli tveggja mann­eskja,“ seg­ir Andre Banks, fram­kvæmda­stjóri All Out.

„Koss­inn í Eurovisi­on var ekki bylt­ing­ar­kennd­ur. Tyrk­ir hafa áður séð koss milli tveggja kvenna í sjón­varpi. Tvær kon­ur kysst­ust á Ólymp­íu­leik­un­um 2012 og sá koss var sýnd­ur í tyrk­nesku sjón­varpi,“ seg­ir Banks.

„Jörðin hélt áfram að snú­ast og sól­in kom upp að nýju næsta dag. Það á aldrei að ótt­ast ást­ina, það er rit­skoðun sem við eig­um að ótt­ast.“

Finnska atriðið og koss­inn í lok­inn má sjá hér að neðan:  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki nota daginn til þess að versla. Gluggaðu í sjálfshjálparbækur og reyndu að hreyfa þig sem mest. Láttu ekki öfund samstarfsmanna þinna hafa áhrif á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki nota daginn til þess að versla. Gluggaðu í sjálfshjálparbækur og reyndu að hreyfa þig sem mest. Láttu ekki öfund samstarfsmanna þinna hafa áhrif á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell