Deilt um finnskan koss í Eurovision

Tvær finnskar konur kysstust pent á sviðinu í Malmö-höllinni í gær, á seinna undankvöldi Eurovision keppninnar. Í kjölfarið tilkynnti ríkissjónvarp Tyrklands að úrslitakeppninni yrði ekki sjónvarpað beint þar í landi á laugardaginn. Baráttufólk fyrir réttindum hinsegin fólks þrýstir nú á Tyrkland að láta af þessari ákvörðun.

Finnska lagið ber titilinn „Marry Me“ og kom söngkonan, Krista Siegfrids, fram í brúðarkjól þegar hún söng sig áfram í úrslitakeppnina, ásamt Eyþóri Inga og fulltúum 8 annarra þjóða, í gærkvöldi.

„Snýst bara um ást“

Samkvæmt reglum Eurovision er bannað að blanda pólitík í keppnin og Siegfrids sagði fyrirfram að lagið hennar væri pólitískt, en bætti því þó við að hún vildi gjarnan koma með yfirlýsingu til að vekja athygli á tregðu Finna til að styðja við jafnrétti til hjónabands óháð kynhneigð.

Eftir keppnina sagði hún í samtali við danska sjónvarpsmenn að þetta snerist bara um ást. „Það er árið 2013 og ég get kysst hvern þann sem mér sýnist.“

Tyrkneska ríkissjónvarpið TRT segir að hætt hafi verið við að sýna úrslit Eurovision beint vegna lélegs áhorfs, en á síðasta ári fylgdust um 25% tyrknesku þjóðarinnar með keppninni. 

Óttumst ritskoðun, ekki ástina

Baráttusamtökin All Out segjast ekki láta blekkjast af „veikri afsökun“ Tyrkja. Samtökin hófu í dag undirskriftarsöfnun við kröfu um að forseti EBU taki á málinu og tryggi þannig að Eurovision keppnin „haldi á lofti gildum samkenndar og ástar“ fremur en að ritskoða finnska atriðið. Rúmlega 25 þúsund manns hafa skrifað undir. 

„Það er umheiminum alveg ljóst að Tyrkir ætla að hætta við að sýna Eurovision bara vegna þess að tvær konur tjáðu ást sína með kossi. Ekkert gæti verið saklausara en koss milli tveggja manneskja,“ segir Andre Banks, framkvæmdastjóri All Out.

„Kossinn í Eurovision var ekki byltingarkenndur. Tyrkir hafa áður séð koss milli tveggja kvenna í sjónvarpi. Tvær konur kysstust á Ólympíuleikunum 2012 og sá koss var sýndur í tyrknesku sjónvarpi,“ segir Banks.

„Jörðin hélt áfram að snúast og sólin kom upp að nýju næsta dag. Það á aldrei að óttast ástina, það er ritskoðun sem við eigum að óttast.“

Finnska atriðið og kossinn í lokinn má sjá hér að neðan:  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson