Æfingar fyrir úrslitakvöldið í kvöld

Úrslitakeppni Eurovision fer fram í kvöld. Alls etja 26 þjóðir kappi en Eyþór Ingi verður 19. á svið. Æfingar í fullum skrúða fóru fram á stóra sviðinu í gærkvöld og spennan fer vaxandi.

Áhorfendur í 39 Evrópulöndum geta greitt atkvæði um sitt uppáhaldslag í keppninni í kvöld. Atkvæðin vega 50% á móti mati dómnefndar og það var einmitt í gær, á generalprufunni, sem dómnefndin gaf sínar einkunnir og því skipti máli að allt gengi eins og smurt.

Úrslit söngvakeppninnar verða sýnd á Rúv og hefst útsendingin klukkan 19:00.

Löndin stíga á svið í þessari röð:

  1. Frakkland
  2. Litháen
  3. Moldóva
  4. Finnland
  5. Spánn
  6. Belgía
  7. Eistland
  8. Hvíta-Rússland
  9. Malta
  10. Rússland
  11. Þýskaland
  12. Armenía
  13. Holland
  14. Rúmenía
  15. Bretland
  16. Svíþjóð
  17. Ungverjaland
  18. Danmörk
  19. Ísland
  20. Aserbaídsjan
  21. Grikkland
  22. Úkraína
  23. Ítalía
  24. Noregur
  25. Georgía
  26. Írland
Eyþór Ingi Gunnlaugsson á æfingunni í gærkvöld, en úrslitin eru …
Eyþór Ingi Gunnlaugsson á æfingunni í gærkvöld, en úrslitin eru í kvöld. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir