Úrslitakeppni Eurovision fer fram í kvöld. Alls etja 26 þjóðir kappi en Eyþór Ingi verður 19. á svið. Æfingar í fullum skrúða fóru fram á stóra sviðinu í gærkvöld og spennan fer vaxandi.
Áhorfendur í 39 Evrópulöndum geta greitt atkvæði um sitt uppáhaldslag í keppninni í kvöld. Atkvæðin vega 50% á móti mati dómnefndar og það var einmitt í gær, á generalprufunni, sem dómnefndin gaf sínar einkunnir og því skipti máli að allt gengi eins og smurt.
Úrslit söngvakeppninnar verða sýnd á Rúv og hefst útsendingin klukkan 19:00.
Löndin stíga á svið í þessari röð: