Vonar að hollenska lagið vinni

Anouk hefur sungið sig inn í hjörtu fjölmargra sem fylgjast …
Anouk hefur sungið sig inn í hjörtu fjölmargra sem fylgjast með Eurovision keppninni í ár. AFP

„Ég vona að Anouk frá Hollandi vinni keppnina í ár, því þetta er besta lagið og það lag sem snertir mest við mér. Það kæmi mér hins vegar ekkert á óvart ef Aserbaídsjan ynni. Farid Mammadov söng lagið brjálæðislega vel í undankeppninni sl. fimmtudag og túlkunin var mjög sterk. Eins eiga Danir auðvitað séns, en það gæti unnið gegn þeim að vera ekki aftar í lagaröðinni,“ segir Reynir Þór Eggertsson, Eurovision-spekingur með meiru og annar tveggja umsjónarmanna sjónvarpsþáttanna Alla leið á RÚV.

Reynir bendir á að röðin á lögunum sem flutt verða í lokakeppni Eurovision í kvöld hafi mikið að segja, en flest sigurstranglegustu lögin eru aftan við miðju.

Eyþór Ingi er nítjandi á svið í Malmö í kvöld, næstur á eftir Dönum og beint á undan Aserbaídjan. Spurður hvort þessi röð muni vinna með eða gegn laginu segist Reynir sannfærður um að þetta muni hjálpa íslenska laginu. „Það er mikill kostur að vera næst á eftir laginu sem allir búast við að vinni, því það þýðir að fólk situr við skjáinn þegar kemur að Eyþóri Inga. Einnig er það kostur að lögin frá Danmörku og Aserbaídjan eru bæði kröftug, sem myndar góðan kontrast við íslenska lagið sem er látlaust og einfalt. Ég er sannfærður um það virki vel fyrir íslenska lagið að vera nokkurs konar hvíld eftir allar sprengingarnar og lætin.“

Beðinn að nefna þau lönd sem hann telur að verði í efstu sætum segist Reynir verða að nefna sex lönd á topp fimm listanum. „Ég verð að nefna Aserbaídjan, Georgíu, Danmörk, Rússland, Holland og Úkraínu, en ég veit ekkert í hvaða röð þessi lönd verða,“ segir Reynir sem reyndist býsna sannspár um hvaða lög kæmust upp úr undankeppnunum tveimur. Spurður hvar hann telji að Ísland lendi hugsar Reynir sig vel um og segir svo: „Ég hef ekki hugmynd um það. Ætli ég segi ekki bara 12. sæti, en það yrði þá besti árangur íslensks sóló-karlsöngvara í keppninni,“ segir Reynir.

„Mér finnst enginn augljós sigurvegari í keppninni þetta árið. En það er einmitt það sem er svo skemmtilegt við þessa keppni. Að hún er óútreiknanleg og kemur manni sífellt á óvart, þar sem maður getur aldrei vitað fyrirfram hvernig fer. Vissulega er Emmelie de Forest frá Danmörku mjög sigurstrangleg, en ég er alls ekki sannfærð um að hún taki þetta. Hún verður þó klárlega á topp fimm listanum,“ segir söngkonan og útvarpskonan Guðrún Gunnarsdóttir sem fylgst hefur með Eurovision um árabil starfs síns vegna og margoft tekið þátt í sönkeppninni bæði heima og erlendis.

Beðin að nefna þau lönd sem hún telji að verði í efstu sætum í kvöld segist Guðrún verða að nefna tíu lönd. „Ég verð að nefna Ísland enda virðist Eyþór Ingi vera að heilla alla upp úr skónum þarna úti. Hann er svo yfirvegaður og rólegur í flutningi sínum,“ segir Guðrún og tekur fram að hún heyri að Eyþór Ingi sé einmitt í miklu uppáhaldi hjá tæknifólki keppninnar sökum þess hversu mikill gæðasöngvari hann er.

„Af öðrum Norðurlandaþjóðum verð ég að nefna Danmörk og Svíþjóð, en ég er hins vegar ekki viss um að Noregur komist hátt, enda fannst mér söngkonan ekki sannfærandi sem flytjandi þó lagið sé fínt. Auk þessara laga held ég að Úkraína, Aserbaídsjan, Georgía, Grikkland og Moldavía lendi ofarlega,“ segir Guðrún og tekur fram að hún verði einnig að nefna Rússland þó hún sé sjálf ekki sérlega hrifin af rússneska laginu. „En hefðin segir mér að Rússland verði á topp tíu listanum. Að lokum verð ég svo að minnast á Holland, en það lag er í miklu uppáhaldi hjá mér. Mér finnst Anouk flytja lagið sérlega vel á látlausan og hrífandi hátt.“ Spurð hvort hún þori að spá um sjálft vinningslagið segist Guðrún hreinlega verða að nefna Ísland, enda bjartsýn að eðlisfari.

Reynir Þór Eggertsson
Reynir Þór Eggertsson mbl.is/ÞÖK
Guðrún Gunnarsdóttir
Guðrún Gunnarsdóttir mbl.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert staðráðin/n í að koma hlutunum í verk í dag. Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir