Brögð í tafli við atkvæðatalningu Eurovision?

Dina Garipova söng fyrir Rússlands hönd í Eurovision í ár.
Dina Garipova söng fyrir Rússlands hönd í Eurovision í ár. AFP

Framkvæmdastjóri ríkissjónvarpsins í Aserbaídsjan hefur dregið í efa réttmæti stigagjafar landsins í Eurovision keppninni á laugardaginn, en framlag Rússlands fékk þar ekkert stig frá Aserum. Hann segist telja að láðst hafi að telja þau atkvæði sem greidd voru rússneska laginu.

„Það er bæði áhyggju- og undrunarefni að þegar stigin frá Aserbaídsjan voru lögð saman, að Rússar fengu engin stig,“ segir framkvæmdastjórinn, Camil Guliyev í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag.

Framlag Rússa var flutt af söngkonunni Dinu Garipovu og það fékk næstflest atkvæði almennings í Aserbaídsjan, auk fjölda stiga frá dómnefndinni. Guliyev ýjar að því að brögð hafi verið viðhöfð við talningu atkvæða. 

„Við vonum að þetta atvik, sem hugsanlega hefur átt sér stað að frumkvæði tiltekinna hagsmunahópa, muni ekki varpa skugga á hin bróðurlegu samskipti á milli Aserbaídsjan og Rússlands,“ sagði hann án þess að tilgreina nánar hvaða hagsmunahópa þarna var átt við.

Framlag Aserbaídsjan, sem flutt var af Farid Mammadov, fékk 12 stig frá Rússlandi og lenti í öðru sæti, á eftir danska laginu. Rússneska lagið var í fimmta sæti keppninnar.

Eurovision keppnin hefur áður verið orðuð við spillingu í stigagjöf og ásakanir um að nágrannaríki myndi bandalög hafa löngum heyrst.

Keppnin var haldin í Aserbaídsjan í fyrra og þá heyrðust hávær mótmæli frá nágrannaríkinu Íran sem taldi að í raun væri verið að halda mannréttindahátíð samkynhneigðra undir fölsku flaggi.

Farid Mammadov flutti lag Aserbaídsjan.
Farid Mammadov flutti lag Aserbaídsjan. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar