Jóhanna Sigurðardóttir í Simpsons

Ekki fer á milli mála hver hér er á ferðinni …
Ekki fer á milli mála hver hér er á ferðinni í Íslandsþætti Simpsons.

Strákarnir í Sigur Rós voru ekki einu þjóðþekktu Íslendingarnir sem teiknaðir voru fyrir Íslandsþátt Simpsons, sem sýndur var í Bandaríkjunum í kvöld, því Jóhönnu Sigurðardóttur fráfarandi forsætisráðherra brá einnig fyrir á skjánum, fagurgulri á lit.

Þátturinn nefnist The Saga of Carl, sem útlagst gæti sem Karls saga Karlssonar. Í honum ferðast Homer, Moe og Lenny til Íslands til að elta uppi vin sinn, afrísk-íslenska Bandaríkjamanninn Carl, eftir að hann stingur af til „heimalandsins“ með lottóvinning sem þeir félagar unnu í sameiningu.

Á Íslandi lenda þeir í ýmsum svaðilförum og má segja að í þættinum séu dregnar fram ýmsar klassískar klisjur, m.a. bregður fyrir kæstum hákarli, lopapeysum, norðurljósum, álfum og tröllum.

Sigur Rós frumsamdi alla tónlist í þættinum og eins og gefið hafði verið út voru þeir félagar teiknaðir sérstaklega fyrir þáttinn en í kvöld kom í ljós að Jóhanna Sigurðardóttir fékk einnig nýtt líf á skjánum. Þrátt fyrir gulan húðlitin, í anda Simpsons, var hún auðþekkjanleg af fagurhvítu hárinu og stóri perluhálsfesti.

Svona lítur Sigur Rós út í Simpsons

Plakatið sem gefið var út fyrir Simpsons þáttinn Saga of …
Plakatið sem gefið var út fyrir Simpsons þáttinn Saga of Carl.
Homer og félagar sjást hér í lopapeysum.
Homer og félagar sjást hér í lopapeysum.
Þarna eru þeir - meðlimir Sigur Rósar - í lokaþættinum …
Þarna eru þeir - meðlimir Sigur Rósar - í lokaþættinum af The Simpsons.
Hómar fær sér hákarl og hangikjöt.
Hómar fær sér hákarl og hangikjöt.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir