Jóhanna Sigurðardóttir í Simpsons

Ekki fer á milli mála hver hér er á ferðinni …
Ekki fer á milli mála hver hér er á ferðinni í Íslandsþætti Simpsons.

Strák­arn­ir í Sig­ur Rós voru ekki einu þjóðþekktu Íslend­ing­arn­ir sem teiknaðir voru fyr­ir Íslandsþátt Simp­sons, sem sýnd­ur var í Banda­ríkj­un­um í kvöld, því Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur frá­far­andi for­sæt­is­ráðherra brá einnig fyr­ir á skján­um, fag­ur­gulri á lit.

Þátt­ur­inn nefn­ist The Saga of Carl, sem út­lagst gæti sem Karls saga Karls­son­ar. Í hon­um ferðast Homer, Moe og Lenny til Íslands til að elta uppi vin sinn, afr­ísk-ís­lenska Banda­ríkja­mann­inn Carl, eft­ir að hann sting­ur af til „heima­lands­ins“ með lottóvinn­ing sem þeir fé­lag­ar unnu í sam­ein­ingu.

Á Íslandi lenda þeir í ýms­um svaðilför­um og má segja að í þætt­in­um séu dregn­ar fram ýms­ar klass­ísk­ar klisj­ur, m.a. bregður fyr­ir kæst­um há­karli, lopa­peys­um, norður­ljós­um, álf­um og tröll­um.

Sig­ur Rós frum­samdi alla tónlist í þætt­in­um og eins og gefið hafði verið út voru þeir fé­lag­ar teiknaðir sér­stak­lega fyr­ir þátt­inn en í kvöld kom í ljós að Jó­hanna Sig­urðardótt­ir fékk einnig nýtt líf á skján­um. Þrátt fyr­ir gul­an húðlit­in, í anda Simp­sons, var hún auðþekkj­an­leg af fag­ur­hvítu hár­inu og stóri perlu­háls­festi.

Svona lít­ur Sig­ur Rós út í Simp­sons

Plakatið sem gefið var út fyrir Simpsons þáttinn Saga of …
Plakatið sem gefið var út fyr­ir Simp­sons þátt­inn Saga of Carl.
Homer og félagar sjást hér í lopapeysum.
Homer og fé­lag­ar sjást hér í lopa­peys­um.
Þarna eru þeir - meðlimir Sigur Rósar - í lokaþættinum …
Þarna eru þeir - meðlim­ir Sig­ur Rós­ar - í lokaþætt­in­um af The Simp­sons.
Hómar fær sér hákarl og hangikjöt.
Hóm­ar fær sér há­karl og hangi­kjöt.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú ert fullur af orku. Ef þú heldur aftur af þér ætti samband þitt við samstarfsfólk að verða ánægjulega eftirminnilegt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú ert fullur af orku. Ef þú heldur aftur af þér ætti samband þitt við samstarfsfólk að verða ánægjulega eftirminnilegt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell