Tónlistarmenn mótmæla niðurrifi

Fjölmargir tónlistarmenn mótmæla niðurrifi Nasa.
Fjölmargir tónlistarmenn mótmæla niðurrifi Nasa.

Meira en tvö hundruð tónlistarmenn og hljómsveitir hafa skrifað undir plagg þar sem mótmælt er fyrirhuguðu deiliskipulagi við Ingólfstorg og Austurvöll - og þar með að skemmtistaðurinn Nasa verði rifinn. Þá hefur verið boðað til mótmælafundar.

Á veggspjöldum sem hafa verið útbúin segir að tónlistarmennirnir telji þetta gamla samkomuhús, Nasa, ómetanlegt fyrir tónlistarfólk, aðra listamenn og borgarbúa alla. „Það er einstök heppni að þessi salur og innréttingar hans hafi varðveist í nánast upprunalegu formi frá lýðveldisárinu 1944 og um slíkar menningarminjar ber borgaryfirvöldum að standa vörð.“

Þá er skorað á kjörna fulltrúa að endurskoða þá tillögu sem liggur fyrir að deiliskipulagi og leggja sitt af mörkum til þess að Nasasalurinn fái að standa í upprunalegri mynd og nýtast á sama hátt og verið hefur.

Jafnframt er boðað til mótmælafundar fimmtudaginn 30. maí næstkomandi á Ingólfstorgi og Austurvelli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að passa að sambönd þín við vini og vandamenn staðni ekki. Standsetning húsnæðis, endurbætur eða verslunarleiðangur fyrir heimilið kætir þig mjög.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að passa að sambönd þín við vini og vandamenn staðni ekki. Standsetning húsnæðis, endurbætur eða verslunarleiðangur fyrir heimilið kætir þig mjög.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Anna Margrét Sigurðardóttir
3
Eva Björg Ægisdóttir
4
Torill Thorup
5
Ragnheiður Gestsdóttir