Hvalfirði vel tekið í Cannes

Góður róm­ur var gerður að ís­lensku stutt­mynd­inni Hval­fjörður sem frum­sýnd var á kvik­mynda­hátíðinni í Cann­es í dag. Hún hef­ur spurst vel út og telja menn að hún eigi mögu­leika á að vinna stutt­mynda­keppn­ina, en úr­slit í öll­um keppn­un­um verða kunn­gerð þessa helg­ina.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá frétta­rit­ara mbl.is í Cann­es var Hval­f­irði best tekið þeirra stutt­mynda sem sýnd­ar voru í morg­un. Höf­und­ur mynd­ar­inn­ar og leik­stjóri er Guðmund­ur Arn­ar Guðmunds­son.

Íslensk­ar stutt­mynd­ir hafa áður verið sýnd­ar á Cann­es en árið 2008 keppti mynd Rún­ars Rún­ars­son­ar, Smá­fugl­ar. Rún­ar er ein­mitt einn fram­leiðenda Hval­fjarðar.

Frönsk-ís­lensk mynd vann áhorf­enda­verðlaun

Þegar er búið að til­kynna úr­slit­in í nokkr­um hliðarkeppn­um ein­sog í stutt­mynda­keppn­inni sem fransk-ís­lenska stutt­mynd­in Vík­ing­ar eft­ir leik­stjór­ann Magali Mag­istri var í. Stutt­mynd Magali vann áhorf­enda­verðlaun­in í gær en þýsk stutt­mynd vann aðal­verðlaun­in.

Stutt­mynd henn­ar fjall­ar um vík­ing árið 1000 og nú­tíma vík­ing í sam­tím­an­um og hvernig svipuð bar­átta þeirra fyr­ir fjöl­skyld­unni er leyst með öðrum hætti á öðrum tím­um. All­ir leik­ar­ar mynd­ar­inn­ar og allt kvik­myndat­eymið eru Íslend­ing­ar utan leik­stjór­inn sjálf­ur sem er 34 ára göm­ul frönsk kona.

Aðspurð hvernig það hafi komið til að hún hafi tekið stutt­mynd sína á Íslandi seg­ir hún að hún hafi kynnst land­inu í gegn­um eig­in­mann sinn, Chris Briggs, sem var einn meðfram­leiðenda bíó­mynd­ar­inn­ar Svart­ur á leik. „Hann vinn­ur mikið með Zik Zak,“ seg­ir Magali. „Hann er al­gjör­lega háður Íslandi. Hann verður að heim­sækja það oft á ári, ann­ars verður hann óró­leg­ur. Ég þekkti aðeins landið í gegn­um bíó­mynd­ina Nói al­bínói, sem mér fannst frá­bær mynd. En eft­ir að ég fór að fara með Chris til lands­ins varð ég ást­fang­in af því. Mér finnst Íslend­ing­ar vera mjög nú­tíma­leg­ir en samt er svo göm­ul og sterk menn­ing í þeim. Landið er svo mystískt og fag­urt. Mig langaði til að skoða þetta að hluta í þess­ari stutt­mynd. Hvernig karl­mennska hef­ur breyst. Tengja sam­an það gamla við hið nýja á Íslandi. Ég réð Svein Ólaf Gunn­ars­son í aðal­hlut­verkið. Eft­ir að hafa séð mynd­ina Á ann­an vegfannst mér eng­inn ann­ar koma til greina í hlut­verkið. Hann er bæði með svona sterka karl­mennsku­tóna í sér en einnig mögu­lega mýkt. Svo fékk ég Damon Youn­ger í hlut­verk ill­menn­is­ins og þau Mar­gréti Bjarna­dótt­ur, Ólaf Eg­ils­son og Þröst Leó Gunn­ars­son í önn­ur hlut­verk. Það var frá­bært að vinna með þeim. Högni Eg­ils­son úr Hjaltalín gerði frá­bæra tónlist við verkið og þeir Skúli Malmquist og Þórir Snær Sig­ur­jóns­son redduðu öllu sem þurfti að redda í fram­leiðslunni. Það var virki­lega gam­an að vinna þessi verðlaun og von­andi mun ég geta gert fleiri mynd­ir á Íslandi.“

Aðspurð hvernig það hafi gengið að fá franska pen­inga í svona ís­lenska mynd seg­ir hún að það hafi ekki verið mikið mál. „Af því að þetta er stutt­mynd þá mátti ég fara með pen­ing­ana hvert sem sag­an leiddi mig og taka hana upp á því tungu­máli sem hentaði sög­unni. Mér fannst það bara asna­leg hug­mynd að ætla að gera hana á ein­hverju öðru tungu­máli en ís­lensku. Þeir hjá franska sjóðnum hefðu kannski ekki leyft mér það ef um bíó­mynd hefði verið að ræða, þá hefði ég þurft að taka hluta henn­ar upp á frönsku,“ seg­ir Magali.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Fólk heldur áfram að spjalla, smáatriði haldast óljós og diskarnir í vaskinum verða áfram skítugir nema þú sjálfur gerir eitthvað í málunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Fólk heldur áfram að spjalla, smáatriði haldast óljós og diskarnir í vaskinum verða áfram skítugir nema þú sjálfur gerir eitthvað í málunum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Loka