„Þetta er Íslendingum í blóð borið“

Leiðtogafundurinn í Höfða.
Leiðtogafundurinn í Höfða. RAX / Ragnar Axelsson

Íslendingar hefðu aldrei getað skipulagt leiðtogafund Reagan og Gorbatsjof nema með skömmum fyrirvara. Þetta segir grunnskólakennarinn Gry Ek Gunnarsson og skýrir það með þetta-reddast-hugmyndafræðinni sem sé Íslendingum í blóð borin. „[H]ér var um ákveðið verkefni að ræða, tíminn naumur og það þurfti bara að redda þessu, og þá er íslendingurinn upp á sitt besta.“

Gry Ek kemur frá Noregi en hefur búið hér í fjölda ára. Hún heldur úti vefsvæði þar sem hún birtir hugleiðingar sínar og í nýlegri færslu fer hún meðal annars yfir umrædda hugmyndafræði.

Hún segist hafa gefist upp á því að geta nokkru sinni tamið sér þá hugmyndafræði enda sé hún einfaldlega ekki til í Norðmönnum. „Hinn venjulegi Ola Norðmaður fær kvíðakast ef hann getur ekki skipulagt sig þrjár vikur fram í tímann. Hann þolir mjög illa þetta-reddast og túlkar það sem kæruleysi. En þetta er íslendingum í blóð borið.“

Hún tekur sem dæmi leiðtogafundinn sem var ákveðinn með mjög skömmum fyrirvara og fengu Íslendingar mikið lof fyrir að bregðast skjótt við. „Ég hefði getað sagt þeim að íslendingar hefðu aldrei getað skipulagt þennan fund NEMA með skömmum fyrirvara. Ef þeim hefði gefist tóm til að rífast um hver átti að gera hvað og hver átti að fá heiðurinn af hverju hefði þetta farið út um þúfur,“ segir Gry.

Ekki fundið íslenskt orð yfir prinsip

Hún segir þetta einnig koma fram þegar Íslendingar framkvæma hlutina. „Íslendingurinn ákveður hvað hann ætlar og gerir það svo.[...] Vandamál sem upp koma, eins og t.d. óvæntar opinberar reglugerðir, fæst hann við eftir því sem þær berast. Þetta reddast einhvernvegin.“

Gry tekur sem dæmi þegar hún fór út að borða með eiginmanni sínum í Noregi. Þá pantaði hann sér hamborgara með ananas, osti og eggi. Þjónninn benti honum á að slíkur réttur væri ekki á matseðlinum. „Nú. Þið eigið hamborgara, er það ekki? Jú. Og það er til ananas, ekki satt? Jú. Og það er til ostur og egg? Jú. Nú þá ætla ég að fá hamborgara með ananas, osti og eggi. Og hann fékk það auðvitað. Kokkurinn kom fram í dyrnar til að kíkja á þennan furðulega gest. Þegar hann frétti að hann væri íslendingur skildi hann allt.

Í augum norðmanna eru íslendingar ákaflega tækifærissinnaðir. Allar ákvarðanir virðast vera teknar á staðnum, miðað við aðstæður hverju sinni. Enda hef ég ennþá ekki fundið gott íslenskt orð yfir prinsip.“

Hamborgari.
Hamborgari. Morgunblaðið/Árni Torfason
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup