Bandaríski leikarinn James Gandolfini er látinn, 51 árs að aldri. Gandolfini sem er frægastur fyrir hlutverk sitt sem mafíuforinginn Tony Soprano fékk hjartaáfall þar sem hann var viðstaddur kvikmyndahátíð á Ítalíu.
Gandolfini varð fyrst frægur þegar hann hlaut hlutverk Tonys Sopranos í sjónvarpsþáttunum Sopranos sem nutu mikilla vinsælda frá upphafi sýninga árið 1999. Hann vann til þriggja Emmy-verðlauna fyrir túlkun sína á mafíuforingjanum sem reyndi að sinna bæði fjölskyldulífinu og skipulagðri glæpastarfsemi.
Hann hélt sig að mestu til hlés og forðaðist fjölmiðlaumfjöllun, ekki síst eftir að Sopranos runnu sitt skeið árið 2007.
Gandolfini lætur eftir sig eiginkonuna Deborah Lin en þau gengu í hjónaband árið 2008. Þau eignuðust dóttur árið 2008 en Gandolfini átti einnig son með fyrri eiginkonu sinni, Marcy Wudarski.