Húðflúrlistakonan Kat Von D hefur slitið trúlofun sinni við tónlistarmanninn Deadmau5.
Kat Von D segir fyrrverandi unnusta sinn hafa haldið fram hjá sér en hún birti skilaboð á Twitter síðu sinni í gær og tilkynnti aðdáendum sínum um sambandsslitin.
„Framhjáhald er eitt það versta sem þú getur gert þeim sem þú elskar. Mér þykir leitt að viðurkenna að þessu sambandi er svo sannarlega lokið.“
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem parið hættir saman en þau slitu sambandi sínu í nóvember á seinasta ári en stuttu seinna voru þau trúlofuð. Hugmyndin var þá að þau myndu ganga að eiga hvort annað neðansjávar seinna í ágúst.