Baltasar klífur tindinn

Baltasar Kormákur við tökur á kvikmyndinni 2 Guns sem verður …
Baltasar Kormákur við tökur á kvikmyndinni 2 Guns sem verður opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Locarno í Sviss 8. ágúst og verður sýnd á torgi sem rúmar 8.000 manns.

„Ég er að und­ir­búa Ev­erest-verk­efnið, mynd­in á að fara í tök­ur í októ­ber, sam­kvæmt nýj­ustu frétt­um [...] grænt ljós á það ætti að koma í lok þess­ar­ar viku eða byrj­un þeirr­ar næstu,“ seg­ir leik­stjór­inn Baltas­ar Kor­mák­ur, spurður að því hvað sé framund­an hjá hon­um.

Á hann þar við kvik­mynd byggða á sann­sögu­leg­um at­b­urðum, þegar átta fjall­göngu­menn fór­ust í af­taka­veðri á hæsta fjalli jarðar þann 11. maí 1996, mann­skæðasta slys sem orðið hef­ur á fjall­inu. Baltas­ar er væg­ast sagt önn­um kaf­inn, með mörg járn í eld­in­um og helst þyrfti að hringja í hann á tveggja vikna fresti til að fá nýj­ustu frétt­ir. Þrátt fyr­ir ann­ríkið gef­ur hann sér þó góðan tíma til að ræða við blaðamann í leit að frétt­um.

Baltas­ar seg­ir aldrei hægt að ganga að neinu vísu í kvik­mynda­geir­an­um en er þó bjart­sýnn á að tök­ur á Ev­erest hefj­ist á fyrr­nefnd­um tíma. Hann seg­ist ekk­ert mega segja um val á leik­ur­um í mynd­ina nema það að ein­hverj­ir þekkt­ir verði þeirra á meðal. Síðasta mynd­in sem hann leik­stýrði í Hollywood, 2 Guns, var með Hollywood-stjörn­un­um Mark Wahlberg og Denzel Washingt­on í aðal­hlut­verk­um og það verður því for­vitni­legt að sjá hverj­ir klífa Ev­erest. „Það verða stór nöfn þarna, alla vega tveir sem eru mjög þekkt­ir. Ég er að fá réttu karakt­er­ana í hlut­verk­in, ekki að elta stjörn­ur,“ seg­ir Baltas­ar um leik­ara­leit­ina. Tök­urn­ar muni hefjast í Nepal, á Ev­erest­fjalli og næsti tökustaður hugs­an­lega í Dólómít­un­um á Ítal­íu.

Þetta verða lík­lega erfiðar tök­ur?

„Þetta verður rosa­legt. En ég hugsa að þetta verði ekk­ert erfiðara en Djúpið,“ svar­ar Baltas­ar og hlær.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðkvæm vandamál koma upp og krefjast allrar þinnar athygli. Hlustaðu og taktu þátt í samræðum en ekki lofa neinu upp í ermarnar á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðkvæm vandamál koma upp og krefjast allrar þinnar athygli. Hlustaðu og taktu þátt í samræðum en ekki lofa neinu upp í ermarnar á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir