Teiknimyndapersónurnar þekktu, Bert og Ernie frá Sesamstræti, prýða forsíðu nýjasta eintaki tímaritsins New Yorker. Á myndinni má sjá þá félaga sitja í sófa og horfa á sjónvarpið. Ernie hallar sér upp að Bert og heldur utan um hann. Fyrirsögn greinarinnar í blaðinu er Bert and Ernie´s „moment of joy“, eða Gleðistund Bert og Ernie. Ætla má að hér sé vísað í þau gleðitíðindi sem bárust samkynhneigðum í Bandaríkjunum í vikunni þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna heimilaði hjónabönd samkynhneigðra.
„Það er ótrúlegt að verða vitni af því hvernig viðhorf gagnvart samkynhneigðum hafa þróast á ævi minni,“ segir Jack Hunter, en hann teiknaði forsíðumyndina að þessu sinni. „Þetta er gleðistund.“
Lengi hafa verið uppi vangaveltur um kynhneigð þessa ágætu sambýlinga og hefur myndin blásið lífi í þær umræður á ný.