Fyrsti brúðarkjóll Elizabeth Taylor seldist á tæpar 23 milljónir á uppboði á dögunum.
Taylor klæddist beinhvítum satínkjól þegar hún gekk að eiga fyrsta eiginmann sinn, Conrad Hilton, árið 1950, þá aðeins 18 ára gömul.
Hjónaband þeirra entist ekki lengi en eftir níu mánuði var Taylor skilin við Hilton, afa raunveruleikastjörnunnar Paris Hilton. Síðan þá hefur Taylor gengið sex sinnum til viðbótar upp að altarinu.
Talið var að kjólinn myndi seljast á um 10 milljónir en hæstbjóðandi bauð um 23 milljónir í kjólinn.
Ekki er vitað hver kaupandinn er.