Kannabisnotkun Rihönnu veldur usla

Rihanna skellti sér til Amsterdam
Rihanna skellti sér til Amsterdam Instagram

Rihanna var kosin ein versta fyrirmynd barna og unglinga nýverið en söngkonan hefur síðan þá gert allt til að ýta undir “óþekku“ ímynd sína.

Meðlimir mótmælasamtaka gegn eiturlyfjum eru nú æfir vegna mynda sem Rihanna birti á Instagram á dögunum.

Rihanna hefur aldrei farið leynt með að hún sé hrifin kannabisreykingum en í seinustu viku birti hún myndir af sér með tvær stórar jónur í munninum. Myndin var tekin í Amsterdam.

Meðlimir mótmælasamtakanna vilja meina að myndbirtingin hafi verið óábyrg þar sem hún gæti haft slæm áhrif á unga aðdáendur söngkonunnar.

„Það er sorglegt að sjá Rihönnu láta eins og kannabisreykingar séu eðlilegar. Hún lætur eins og eiturlyfið sé skaðlaust,“ sagði einn meðlimur samtakanna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú nýtur lífsins í dag og þér líður vel í félagsskap annarra. Láttu velgengnina bara ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú nýtur lífsins í dag og þér líður vel í félagsskap annarra. Láttu velgengnina bara ekki stíga þér til höfuðs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård