Hlauparinn Pistorius hefur nú sett á sig hlaupafæturna og hafið æfingar á ný. Í myndbandi sem fylgir fréttinni má sjá hann á hlaupabrautinni, en þar hefur hann ekki sést síðan fyrir nóttina örlagaríku þar sem sem hann skaut unnustu sína, Reevu Steenkamp, til dauða.
Deilt er um hvort hlauparinn hafi framið morðið að yfirlögðu ráði og er málið nú fyrir dómstólum.