Kona fæddi óvænt barn við þjóðveg í Michigan í Bandaríkjunum en konan átti ekki að eiga barn sitt fyrr en um miðjan júlí. Eiginmaður konunnar var viðstaddur og gat veitt henni aðstoð. Sagt er frá þessu á fréttavef La Crosse Tribune.
Konan sem heitir Nicole Culwell var í bifreið ásamt manni sínum Matthew Culwell og voru þau á leið á sjúkrahús til skoðunar. Skömmu áður en þangað var komið var ljóst að barn þeirra, sem er stúlkubarn, var á leið í heiminn. Stöðvaði maðurinn þá bifreiðina og hringdi samstundis á neyðarlínuna eftir aðstoð.
„Hann stóð sig eins og hetja og var rólegur allan tíman,“ segir Nicole og vísar til viðbragða Matthew en sjálf segist hún lítið muna eftir fæðingunni. „En ég man þegar ég hélt á henni í fyrsta sinn og strauk bak hennar.“