Jackman borðaði 6.000 hitaeiningar á dag

Hugh Jackman á frumsýningu Wolverine í London í síðustu viku.
Hugh Jackman á frumsýningu Wolverine í London í síðustu viku. AFP

Leikarinn Hugh Jackman segir að mataræði Dwaynes „The Rock“ Johnsons sé bilað. Jackman leitaði til The Rock er hann var að undirbúa sig fyrir hlutverk sitt í ofurhetjumyndinni Woverine. Þá þurfti Jackman að byggja verulega upp vöðvana eftir að hafa þurft að létta sig talsvert fyrir hlutverk sitt í Vesalingunum.

Jackman sagði í samtali við fréttaveituna Bang Showbiz að æfingaprógrammið sem The Rock ráðlagði honum að fylgja hefði verið eftirfarandi: Hann þyrfti að vera þrjá tíma á dag í ræktinni og borða 6.000 hitaeiningar daglega. „Þetta átti ég að gera í hálft ár,“ segir Jackman. „Og ég gerði það og ég skal segja þér að The Rock er bilaður! Algjörlega! En við gerðum þetta og árangurinn var augljós.“

Jackman segist hafa borðað mjög mikið af próteinríkum mat, s.s. kjúklingabringum en hann segist nú varla geta litið við þeim.

„Ég mun alveg örugglega ekki borða kjúklingabringur í hádegismat á næstunni.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir